Ég stendst ekki mátið, ég verð að blogga aftur.
Í dag eru akkúrat þrjár vikur þar til ég fer til Hollands. Hugsa að ég verði að byrja niðurpökkun helst ekki seinna en á morgun, þið munið nú hvernig þetta fór síðast! Eins verð ég að finna upp aðferð til að minnka allt dótið mitt. Hefi ég því úthugsað það ráð að henda öllum óþarfa umbúðum, s.s. kössum utan af snyrtivörum og fleiru, til þess að geta komið öllu í mínar tvær ferðatöskur. Og Guði sé lof (eða guðskeklof Hrafnhildur mín!), þá kostar yfirvigtin með SAS aðeins um 400 íslenskar krónur í stað 1000 með Iceland Express. Er því hugsanlegt að ég fari ekki algjörlega á hausinn.
Á morgun eru einnig tveir mánuðir síðan ég kom hingað til Svíalands, eða 62 dagar. Ji minn eini, hvað tíminn líður!
Dvöl mín hér hefur hins vegar valdið hjá mér málhelti á háu stigi. Mér þykir ákaflega erfitt að tala við Dagnýju (hinn Íslendinginn á Gothia Towers), því ég er löngu búin að gleyma hrynjandanum í íslenska málinu, sem veldur því að mér er það lífsins ómögulegt að setja áherslupunktana á rétt orð og þarf því yfirleitt að endurtaka setningarnar til að ná fram réttri merkingu. Ég er þó ekki farin að syngja íslenskuna, sem betur fer. Eins finnst mér afskalega erfitt að bera fram orð á borð við "herbergi". Ég vil helst kalla öll herbergi rúm, en þegar ég man eftir því að rúm eru herbergi, þá þarf ég að vanda mig vel og vandlega við framburðinn. Orð eins og "ha?" eru mér líka mjög ótöm í augnablikinu, því nú er allt bara "Va?".
En nú er ég búin að sitja ansi lengi á mínum allra heilagasta rassi, best að fara og laga pínu til! Kærar kveðjur, Anna Björk
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Ju minn!
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli