Í dag þarf ég að hefja niðurpökkun og þrif af mikilli alvöru, ó svei.
En ég er samt alveg byrjuð, er búin að pakka niður einhverjum fötum og búin að þrífa ofan af eldhússkápunum... Dugleg!
Æi mamma, nennirðu ekki að koma ef ég borga flugið? Ég nenni þessu ekki!!!
Og fyrir þá sem eru búnir að gleyma því hvenær ég fer út (fæ þá spurningu reglulega), þá fer ég út á fimmtudaginn. Á lest til Kaupmannahafnar klukkan 7:20-11:37, flug til Amsterdam frá 14:55-16:20 og svo lestarferð til Den Bosch þegar mér sýnist svo, en ég giska á að það verði frá 17:13-18:15. Annars fer lestin á hálftímafresti svo það er ekki svo nauið.
Svo fyrir þá sem vilja hugsa til mín, munið bara að ég er tveimur tímum á undan ;)
Jæja, ég má ekki vera að þessu. Mamma, komdu fljótt!
Kærar kveðjur, Anna Björk
mánudagur, ágúst 21, 2006
Niðurpökkun!!!
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, ágúst 21, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli