Í samanburði við hraðann og brjálæðið Kaupmannahöfn, þá er Gautaborg sveitó. Í samanburði við Gautaborg, þá er Ósló lummó.
Neinei, ekkert neikvætt lummó sko :) Bara svona sætt lummó.
Í Ósló búa um 520.000 manns sem er væri nú alveg feikinóg á íslenskum mælikvarða, en á öllum öðrum mælikvörðum, þá jaðrar það við að vera ekki neitt. Sem sást glögglega í gær, en í Ósló ganga allir hægt og tala lágt. Sem sagt alveg afskaplega hæg stemning.
Já, mér tókst að komast slysalaust til Noregs. Eftir að hafa snúist í marga hringi í Sentralstasjóninu í Ósló, þá tókst mér að finna hraðbanka svo ég gat farið og keypt mér samloku, til þess að fá smá klink til að geta fengið mér farangursbox fyrir teppið mitt og koddann. Fór ekki betur en svo að ég læsti samlokuna mína inni í boxinu. Jájá.
Svo þurfti ég að finna einhverja leið út úr Sentralstasjóninu, en það var nú ekkert auðvelt. En það hófst allt saman. Þegar út úr byggingunni var komið, þá var ég verri en hauslaus hæna, enda hafði ég aldrei á ævinni séð götukort af Ósló og hafði þess vegna ekki Guðmund um hvar í heiminum ég væri eiginlega stödd. En ratvísi mín (hehemm) kom mér þó til hjálpar og ég fann verslunarmiðstöð þar sem ég fann götukort. Jess.
Engin plön hafði ég um hvernig ég ætlaði að eyða deginum, enda ekki manneskja sem nennir að þræða söfn í marga klukkutíma, svo ég fór og rambaði óvart á stærstu verslunargötu Óslóar (eða ég held það), sem var hreint ekki svo risastór, ef miðað er við Strikið í Kaupmannahöfn og Kungsportsavenyen í Gautaborg. Þar spásseraði ég um í góðu gamni og fór svo og fann mér einhvern garð sem heitir bæði Slottsparken og Dronningsparken, lagðist óvart undir tré og sofnaði í 45 mínútur, enda þreytt með eindæmum.
Þegar ég rumskaði aftur nuddaði ég stírurnar úr augunum og hélt sem leið lá yfir í annan garð sem heitir Frognerparken. Það er listigarður af einhverju tagi, þar sem þemað er höggmyndir af nöktu fólki. Íha!
Restin af deginum fór svo í að dandalast eitthvað og taka myndir. Ég hitti m.a. Englending sem spurði hvaðan ég væri og ég svaraði að bragði: "Sweden, and you?". Fattaði svo hvað ég hafði sagt og leiðrétti mig. Vúpsí!
Þegar ég fór og leitaði að rútuSentralstasjóninu aftur, þá ætlaði ég aldrei að finna það. Ég gekk nefnilega fyrst inn á lestarSentralstasjónið, sem er nú ekkert lítið sko! Það er nefnilega alveg heil verslunarmiðstöð inni í byggingunni. Svo ég fór út úr þeirri byggingu og gekk inn í eitthvað annað sem ég hélt að væri rétta byggingin. En nei, var það þá ekki verslunarmiðstöð á 5 hæðum! Klukkan var níu og allr búðirnar ennþá galopnar, takk fyrir pent! En ég mátti nú ekki vera að því að kíkja í búðirnar (peningarnir búnir, þið skiljið) svo ég fór og fann loksins réttu bygginguna. Beið þar svo í einn og hálfan tíma og var komin heim klukkan þrjú í nótt. Jess.
Ég get hins vegar ekki með góðu móti gert greinarmun á norsku og sænsku. Ég hef lent í því áður hér í Svíþjóð í vinnunni að tala sænsku við Norsarana eins og ekkert sé, enda hef ég haldið að þeir væru Svíar. Ég heyri heldur ekki þegar það er töluð norska í sjónvarpinu og undra mig alltaf á því að það skuli vera texti á skjánum! Og í gær heyrði ég engan mun. Eftir að ég fattaði að maður pratar ekki norsku heldur snakkar hana, þá gat ég talað við hvern sem er. Og tölurnar eru meira að segja eins og alles.
Hins vegar verð ég að segja, að mér finnst skemmtilegra að fara í búðir í Gautaborg. Þar er nefnilega sagt "Hej!!!" við þið eins og þú sért aldargamall vinur búðarstarfsfólksins. Í Ósló er ekki sagt "Hej" nema í svona 1/5 tilvika og þá á svo áhugalausan hátt að þú heyrir það varla.
Og ég myndi ekki mæla með því að fólk fari í verslunarferðir til Óslóar ef það langar í flott tískuföt. Tískan í Ósló er nefnilega, tjah, ekki jafn flott og í Svíþjóð skulum við segja... Hún er eiginlega frekar lummó, ef ég á að segja alveg eins og er. Og meira að segja í búðum sem eru GEGGJAÐ flottar í Gautaborg, s.s. BikBok, HM, VeraModa og fleiri, þá eru þær eiginlega frekar hallærislegar í Ósló. Bara só sorrí. Og fötin er MARGFALT dýrari í Ósló!
Annars er Ósló alveg geggjuð borg. Reyndar frekar furðulega skipulögð þar sem hvergi finnst bein gata í allri borginni, en hún er mjög falleg, kyrrlát, afslappandi og sveitaleg.
Og þá er komið að myndunum:

Þessi mynd er nú reyndar tekin í Svíþjóð, út um gluggann í rútunni. Þetta er alveg týpískt sænskt landslag, vatn og tré og smá hólar, ekkert smá fallegt!
Dómkirkjan í Ósló
Einhver bygging við verslunargötuna, það voru búðir og kaffihús á neðstu hæðinni
Séð yfir verslunargötuna
Ég í Ósló - augnblýanturinn hafði víst eitthvað farið úr skorðum í rútunni...
Stortinget
Studenterlunden
Ég í Studenterlunden
Universitetet
Blómlegt og fallegt
Flottur gosbrunnur
Höllin í Slottsparken/Dronningsparken
Þarna lagðist ég undir tré og sofnaði
Í Frognerparken
Veit ekki alveg hvað þessi gella er að pæla
Þessi slær mig alveg út í pósunum
Það var fullt af rósum í garðinum
Gosbrunnur
Allt í blóma
Séð yfir Frognerparken
Þessi súla var búin til úr nöktu fólki
Bjútí bjútí
Ég
Tekið við bryggjuna
Þessi voru flott. Maðurinn var þarna með kassagítar (með magnara og tilheyrandi) og dóttur sína sem er nýorðin 6 ára. Þarna sungu þau saman allskonar ballöður. Ástæða þess að ég set mynd af þeim hingað? Jú, þið sjáið það kannski ekki svo skírt á þessari mynd, en karlinn er með bundinn spotta í hægri löppina svo hann gat spilað á trommuna sem hann sat á. Á vinstri fætinum var hann svo með einhverskonar hristu sem heyrðist í þegar hann hreyfði fótinn. Síðan er hann með munnhörpustatív um hálsinn. Mig langar til að verða eins og þessi kall!
Já, þannig var nú það! Kærar kveðjur, Anna Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli