þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Úrslit júlí-mánaðar!

Já, síðasta færsla var nú í aðeins lengri og þyngri kantinum, þið megið látið það duga að skoða bara myndirnar ;)

En já, júlí er búinn og er því komið að því að gera grein fyrir kommentasigurvegurum mánaðarðins.

1. sæti:

Björg María Jónsdóttir. Sorrí Björg mín, ég átti enga mynd af þér og fann enga á netinu sem ég kunni við að stela, svo þú færð þessa fínu blómastelpu í staðinn :) En já, Björg kom, sá og sigraði í þessum mánuði, til hamingju með það :D

2. sæti

Kristinn Björn Haraldsson, litli brósi. Á enn enga mynd af gaurnum svo ég set bara inn mynd af Grænavatni að vetri til :) Kristinn var í 3. sæti í júní-mánuðinum svo nú vantar bara herslumuninn, en það munaði aðeins einu atkvæði á honum og Björg.

3. sæti:


Elín Ósk Magnúsdóttir, sem hefur ekki komist mikið í tölvu undanfarið, en þarf að herða sig ef hún ætlar að halda sig í toppsætunum ;) En þess má þó geta að hún var aðeins einu atkvæði á eftir Kristni, eða tveimur atkvæðum á eftir toppsætinu.

Annars er fátt að frétta, fyrir utan að ég er orðin einbýlingur aftur. Venla fór aftur til Finnlands í morgun eins og plön gerðu ráð fyrir, enda byrjar skólinn hjá henni eftir tvær vikur. Reyndar skemmdi ég óvart hjá henni flotta planið sem hún ætlaði að hrinda í framkvæmd núna í morgun!

Já, sagan er sú að ég gleymdi símanum mínum óvart í vinnupilsinu mínu á Gothia Towers í gær og uppgötvaði ég það í gærkvöldi að ég væri símalaus og þar með vekjaraklukkulaus með öllu. Fól ég Venlu því það verk að vekja mig núna í morgun, fyrst klukkan sjö, síðan aftur klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og í síðasta skiptið klukkan hálf átta, alveg eins og síminn minn er vanur að gera. Frá því er skemmst að segja að ég vaknaði alveg sjálf (eða við umganginn í Venlu) klukkan tíu mínútur í sjö og fór á fætur. Þá varð Venla ekkert smá vonsvikin, enda var hafði hún ætlað sér að öskra "HOUSEKEEPING!!!" af öllum lífs og sálarkröftum, svona í kveðjuskyni! :D Hahaha.

"Housekeeping" er nefnilega orðinn einn stór brandari hér í Óðinsgötunni. Því við vorum jú báðar ræstingarkípur (eða ræstingarpíkur). Og í gær þegar ég sá fram á að búa ein í næstum fjórar vikur, þá allt í einu atvikaðist það að "don't disturbe" skilti frá Gothia Towers lenti allt í einu ofan í bakpokanum mínum og kom með mér heim! Jeminn eini, ég veit ekkert hvernig það vildi til. En þess má geta að þetta var eldgamalt skilti sem búið er að skipta út fyrir nýrri og "fágaðri" skilti. Reyndar var þetta eitt af örfáum sem eftir voru. Nýju skiltin eru ljót. Á grænu hliðinni er mynd af ryksugu og á rauðu hliðinni er mynd af tám sem gægjast út fyrir rúmstokk.

En gömlu skiltin, já gömlu skiltin! Þau eru flott!

Venla, if you read this, these photos are for you ;)

This is the cleaning-lady that will to keep me company for the rest of the month

And this guy will... ehm... keep me warm at night? Nice hat, by the way! :D

Jæja, best að fara og gera eitthvað gáfulegt. And Venla, miss you already!

Bestu Göteborgarkveðjur, Anna Björk

Engin ummæli: