Ég fór svo í bankann í dag og fékk þrjú tonn af pappírum og leiðbeiningum um hvernig í ósköpunum ég fari að því að loka bankareikningnum mínum þegar ég verð farin úr landi. Síðasta launagreiðslan mín kemur nefnilega ekki fyrr en í lok september. Iss.
Einnig keypti ég bolinn handa litla brósa og glanstímarit handa sjálfri mér, stútfullt af hausttísku, íha! Tímaritinu, sem heitir annars Solo, fylgdi þetta dýrindis sólarpúður. Sólarpúðrið var reyndar allt brotið og bramlað og fór ég því og fékk nýtt eintak af blaðinu og púðrinu. Reyndar þurfti ég að gramsa svolítið í ógeðslegri ruslatunnu fyrst til að finna kvittunina mína, en það er svo önnur saga... Hins vegar kem ég sennilega aldrei til með að nota þetta púður, enda gert fyrir konur með aaaðeins dekkri húðlit en ég... ó svei. En það er samt alltaf gaman að fá ókeypis dót, með síðasta tölublaði af Solo fékk ég til dæmis 3 dýrindis augnblýanta sem ég hef notað mikið. Einn var svartur, einn gylltur og einn hvítur, ekki amalegt það!
En nú verð ég eiginlega að fara og laga smávegis til, það falla nefnilega skriðuföll af og til á fína göngustíginn sem ég er búin að búa til úr stofunni og inn í eldhús! Tel ég það merki um að eitthvað þurfi að gera í ástandinu áður en alvarlegar náttúruhamfarir eigi sér stað...
Ástarkveðjur, Anna Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli