Nei, ég nenni ekki að gera mig klára fyrir væntanlega Kaupmannahafnarferð svo ég ætla að dunda mér við að stela skemmtilegum bloggleik frá Björg. Hins vegar ætla ég að taka mér það bessaleyfi að íslenska leikinn...
LEIKUR:
Farðu á bloggsíðuna þína og gerðu lista yfir þær níu manneskjur sem kommentuðu seinast á færslurnar þínar. Þótt einhver hafi kommentað tvisvar, þá fer hann aðeins einu sinni á listann.
1. Björg
2. Lilja
3. Baldvin
4. Elín
5. Sólrún
6. Venla
7. Hrafnhildur
8. Kristinn
9. Marta
Sp: Hefurðu einhvern tímann kysst númer 6?
Sv: Nei, ekki minnist ég þess
Sp: Hver er besta minning þín með númer 9?
Sv: Dimmiteringin ;) Og ég ætla ALDREI í lífinu að syngja Bjarnastaðarbeljurnar aftur :S
Sp: Er númer 8 falleg/ur?
Sv: Jahá, enda er hann litli bróðir minn :)
Sp: Hvernig leist þér á númer 7 fyrst þegar þið kynntust fyrst?
Sv: Bíddu, var það ekki í Íþróttum202 eða eitthvað? Haha, minnir að við höfum deilt hatri okkar á íþróttum... en mér leist bara mjög vel á hana, mjög hress og fannst gaman að tala :D
Sp: Hvernig kynntistu númer 3?
Sv: Í taekwondo :P Lifði reyndar lengi í þeirri blekkingu að hann héti Leifur en ekki Baldvin (EKKI spyrja mig af hverju!!!)...
Sp: Heldurðu að númer 5 gæti drepið einhvern?
Sv: Tjah, hún hefur nú lært ýmislegt í taekwondo... En svona siðferðislega séð, nei, hún gæti það ekki.
Sp: Er númer 2 besti vinur þinn?
Sv: Hún er ofarlega á listanum :D
Sp: Hefurðu séð númer 4 nakin/nn?
Sv: Tjah, ég er nokkuð viss um það, man það samt ekki svo glöggt...!
Sp: Heldurðu að númer 3 sé skotin/nn í þér?
Sv: Já :)
Sp: Hvað er það síðasta sem þú gerðir með númer 1?
Sv: Hugsihugsi... bókfærslutími? Ha nei djók, kom ég ekki og kastaði nammi í þig þegar ég var að dimmitera og þú varst í bókfærslu með svona tveimur öðrum? Æh, ég man það ekki alveg...
Sp: Hefurðu komið heim til númer 3?
Sv: Tjah, á meðan hann bjó í Akurgerðinni já :) Og núna býr hann í gamla herberginu mínu í HrafnaSex, svo já aftur :D
Sp: Myndirðu einhvern tímann kyssa númer 8?
Sv: Tjah, hann er nú litli bróðir minn... svo bara koss á kinn ;)
Sp: Hefurðu sofið í sama rúmi og númer 5?
Sv: Hugsihugsi... nei... Heyrðu jú víst! Djók!!! Hún kom einu sinni og gisti hjá mér í HrafnaSex :D Eða er það ekki annars? Jú, ég er alveg sjúr á því, minnir að hann Ingi okkar hafi komið því í kring vegna ýmissa ástæðna sem við skulum ekki nefna hér ;)
Sp: Finnst þér númer 4 vera kynæsandi?
Sv: Jahá :) You sexy beast :*
Sp: Hvenær muntu næst hitta númer 9?
Sv: Ó jiminn, hef hvorki grænan grun né glóru!!! :S
Sp: Eruð þið númer 1 náin/nánar?
Sv: Nei því miður ekkert svakalega :(
Sp: Hefurðu farið í bíó með númer 3?
Sv: Jábbs, man samt ekkert hvaða mynd það var! Einhver svona bregðumynd samt...?
Sp: Hefurðu komist í vandræði með númer 2?
Sv: Hugsihugs, nei... annars man ég það eigi svo gjörla... held samt ekki...
Sp: Veistu yfirhöfuð hver númer 6 er?
Sv: Haha já, við bjuggum jú saman ;)
THE END!
Over and out, Anna Björk
laugardagur, ágúst 12, 2006
LEIKUR!
...sagði
Anna Bj.
-
laugardagur, ágúst 12, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli