laugardagur, ágúst 12, 2006

Kräftskiva

Ég fór á Kräftskiva í gærkvöldi ásamt hinum Nordjobburunum. Kräftskiva er eitthvað alveg typical sænskt og er haldið í ágúst á hverju ári. Í stuttu máli sagt er Kräftskiva hittingur þar sem vinirnir safnast saman, borða eitthvað sem líkist míní-humrum og drekka áfengi. O seisei.

Nordjobb-kräftskivan var haldin á Nordjobbskrifstofunni, þar sem fólk borðaði kräfturnar (míní-humrana), kjötbollur og annað meðlæti af mikilli áfergju. Sumir fengu sér örlítið í litlutánna og aðrir jafnvel í stórutánna...

Og svo gerðist ég stórreykingarmaður. Já já. Vildi það svona til:

Mamma hringdi í mig. Ég fór út til að tala í símann, því það var svo mikill hávaði inni.
Allt í einu sá ég Juuso standa í útidyrunum og stara á mig með skelfingu. Svo kallaði hann á Peter og Peter hrópaði upp fyrir sig: "ANNA!". Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og hélt áfram að tala í símann. Svo kölluðu strákarnir á Dennis líka, sem missti hökuna niður í gólf.

Dennis: Nej men Anna!!! Inte du!!!
Anna: Va? Jag pratar i telefonen...
Juuso: Nej men... Va, röker du???
Anna: RÖKER???
Peter: Jaa, röker du?
Anna: Nej, jag pratar i telefonen!
Juuso: Nej men, varför står du där? Röker du?
Anna: Nej fy fan, jag röker inte! Jag pratar med min MAMMA!
Juuso: Aaaja, jag trodde bara att du rökte for du var där ute och dina händer var...
Anna: Nej nej, jag pratar bara med min mamma!
Juuso: Hur säger man "röke" på isländska?
Anna: Reykja
Juuso: Reykja? Reykja reykja... som i Reykjavik?
Anna: Ja, som i Reykjavik... men jag pratar med min mamma så tyst nu!

En já. Eftir kräftskivuna var ákveðið að fara til Hönnu í smá eftirpartí, enda kvaðst hún eiga meira en nóg af búsi. Sumir kváðust ekkert ætla að drekka, enda að fara í vinnuna daginn eftir, en eitthvað breyttust þau viðhorf eftir því sem leið á kvöldið... Ég ákvað að yfirgefa teitið um eittleytið enda þreytt með eindæmum, og voru þá margir komnir á vodkaskot númer sjö af hreinum vodka, ótalandi á öðrum tungumálum en þýsku, búnir að kyssa mann og annan (af sama kyni vel að merkja) og áttu absolút hvorki finnskan, finnlandssænskan, sænskan eða tyrkneskan kærasta... nema þegar aðeins fór að líða á kvöldið, þá áttu sumir tyrkneskan kærasta, grínlaust! Og einhvern veginn held ég gestirnir á Gothia Towers hafi ekkert endilega fengið hrein handklæði í dag...

En jæja, kannski ég skelli inn nokkrum myndum og fari að gera eitthvað af viti.


Hluti af kræsingunum

Nordjobbarar

Fleiri Nordjobbarar - birtan ekki upp á sitt besta

Og enn fleiri Nordjobbarar

Pósa - ég borðaði þetta absolútt ekki!!!

Komin í eftirpartíið - trekanturinn í horninu

Juuso og ég - hvað er eiginlega málið með löppina?

Nærmynd af Hönnu, sem var aðeins búin smakka áfengið...

Tiina var á rassgatinu, ef svo má að orði komast!

Allt partíliðið saman komið: Riikka, rassinn á Tiinu, Hanna, Juuso, ég, Dennis og Peter. Tyrkneski gaurinn sem var kærasti sumra (Riikku) tók myndina.

Auf wiedersehen! Anna Björk

Engin ummæli: