miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Fátt í fréttum

Hin bjartsýna ég fór í klofstuttu pilsi og hlírabol til vinnu í dag. Las síðan í Göteborgsposten í morgunmatnum að nú séu hitabylgjurnar búnar og við tekur venjulegt sænskt sumar, m.ö.o. rigning daginn út og daginn inn. Strunsaði því heim, afar fáklædd, í rigningu og nístingskulda klukkan fimm. Ó svei.

Ég held ég eigi líka tíma í þvottahúsinu akkúrat núna. En sökum leti ætla ég ekki að hreyfa mig úr þessum sófa í allt kvöld.

Annars er fátt að frétta, fyrir utan að ég fór allt of seint að sofa og allt of seint á fætur. Já, svona er að þurfa að hugsa um sig sjálfur! Mig vantar Venlu mína aftur!

Jæja, má ekki vera að þessu blaðri, ég er svo agalega upptekin við mikilvæga hluti á borð við sjónvarpsgláp og blogglestur...

Hagið ykkur vel! Anna Björk

Engin ummæli: