Í dag eru akkúrat 8 dagar þar til ég fer til Hollands. Sem þýðir að ég á eftir 7 daga hér í Gautaborg. Einn dagur fer í Óslóarferð og annar vonandi í Danmerkurferð svo ég á bara eftir 5 daga. Þar af fara þrír í vinnuna svo ég á bara eftir 2 heila daga hér í Gautaborg.
Og er ég stressuð því ég er að falla á tíma með allt sem ég þarf/ætla að gera? Tjah, ég var það ekki í morgun þegar ég vaknaði, en þá mundi ég eftir þessum fína fína to-do-lista sem ég hafði búið til fyrir nokkrum vikum síðan og hef ég ekki gert einn einasta hlut sem á honum stendur. Hefi ég því flokkað listann niður eftir mikilvægi og lítur hann þá svona út:
Númer 1=MUST DO
- Pakka
- Þrífa íbúð
- Fara í bankann
- Vökva blómin (vúps, hihh...)
- Skila drasli á bókasafnið
- Skila Tobiasi buxunum sínum (don't ask...)
- Þvo þvott, tvisvar
- Skrifa niður símanúmerin sem eru á sænska SIMkortinu mínu
- Fara til Óslóar
- Fara til Frederikshavn í Danmörku
- Kaupa fótboltabolinn handa Kristni með Gautaborgarliðinu
- Taka myndir af íbúðinni (minningar, þið skiljið)
- Ganga um í Slottskogen og taka myndir
- Skoða dýragarðinn í Slottskogen
- Fara á áður ókunnugar slóðir Gautaborgar og taka myndir
- Hitta Lilju
- Læra hollensku (af hollenskukennsludisknum sem ég þarf að skila á bókasafnið...)
- Kaupa skemmtilegan geisladisk (svo ég missi ekki vitið á leiðinni til Hollands)
- Ganga um í Haga (svæði hér í Gautaborg)
- Senda nokkur póstkort
- Fara hálfa leið til Lerum og taka myndir af Aspensjön (Aspenvatni)
- Kaupa Skype
Númer 3=Ekki svo nauðsynlegt, en langar samt til að gera
- Fara í sólbað (bjartsýn Anna, hitabylgjan hér er löngu búin!)
- Skila "pant"flöskum, þ.e. flöskum sem maður fær peninga fyrir, íha!
- Fara nokkrum sinnum í Liseberg
- Taka myndir af Göta älv (Gautelvur, stóra áin sem rennur í gegnum bæinn og ég hef næstum aldrei séð, enda er mér sagt að skuggahverfin séu handan hennar og þangað þori ég ekki fyrir mitt litla líf að fara!)
- Fara aftur í Lilla Villakulan á kökuhlaðborð, namminamm
- Kaupa risastóran snúð í Haga (þeir stærstu í Svíþjóð er mér sagt?)
- Niðurhala skemmtilegum lögum af netinu í mp3 spilarann minn, svo ég hafi eitthvað að gera á leiðinni til Hollands
- Kaupa mér sænskt glanstímarit (er að bíða eftir að hausttískutímaritin láti sjá sig) svo ég hafi eitthvað að gera í flugvélinni
- Skrifa lokabloggfærslu sumarsins
Jæja, verð að rjúka! Ætla í bankann og fleira skemmtilegt... Kærar kveðjur, AnnaHaralz
Engin ummæli:
Skrifa ummæli