fimmtudagur, september 28, 2006

Umvafin karlmönnum alveg hreint!

Nei, ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! Má maður ekki einu sinni lengur fara á LEIKVÖLLINN á morgnana án þess að dubba sig upp í sitt fínasta púss?

Fuss og svei segi ég nú bara. Sagan er sem sagt þessi:

Ég fór, líkt og aðra morgna, með börnin þrjú á leikvöllinn í morgun. Þar sem aðeins er tekið að kólna í veðri (ég þurfti að fara í peysu svona í morgunsárið!) þá vorum við alein á leikvellinum. Allt í einu sá ég ungan mann koma á leikvöllinn (sem er allur afgirtur og því auðvelt að fylgjast með mannaferðum), en fannst það þó í meiralagi grunsamlegt þar sem hann var ekki með nein börn. Ég fór að sjálfsögðu samstundis í viðbragðsstöðu (smalaði börnunum saman svo lítið bar á og fór yfir nokkur vel valin taekwondospörk í huganum) og fylgdist grannt með manninum, sem fór að einu leiktækinu og bograði eitthvað yfir það. "Dópisti" hugsaði ég og færði mig og börnin nær hliðinu á leikvellinum. Síðan gekk maðurinn að rennibraut sem var skammt frá okkur og bograði eitthvað yfir hana líka. Hvað í fj***anum var maðurinn eiginlega að gera?

Núnú, allt í einu leit maðurinn upp og reyndist nú ekki vera maður heldur ungur og SÆTUR piltur á aldur við mig! Innskot: Ungir piltar á aldur við mig eru ekki menn, ekki frekar en að ég er kona. En allavega. Gæinn brosti alveg sykursætt til mín (og ég kiknaði alveg í hnjánum sko!) og ég sá að hann var með myndavél í höndunum en ekki dóp.

Gaurinn: Hi :)
Anna: Hi :) What are you doing?
Gaurinn: Ehh, me? I'm just doing some project for school. I'm supposed to take photos of bright colours :)
Anna: Oh, I see :) Yeah, I guess this is the right place to be then :)
Gaurinn: Yeah :) Uuuhhm, well, I better keep going :)
Anna: Ok :)

Broskallarnir eiga að undirstrika hversu flirty þetta var hjá okkur. Jesúsminn og allir hans lærisveinar! Og ég að sjálfsögðu eins og ég veit ekki hvað, í skítugri peysu, ómáluð, ógreidd og óaðlaðandi með öllu.

Svo ég bara spyr: Er maður hvergi óhultur hér í bæ? Því sagan er nefnilega ekki búin enn. Já, eftir leikvallarævintýrið þá sat ég hérna heima í rólegheitunum með krakkana og allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Ég fór til dyra, ennþá í skítugu peysunni, ómáluð og ógreidd, og voru þá ekki þessir tveir ofboðslega myndarlegu gaurar fyrir utan! Ég átti skemmtilegasta spjall við þá, en þeir voru að ganga hús úr húsi og selja einhver afsláttarkort á 5 evrur. Ég afþakkaði það boð pent þar sem ég verð hér bara þar til 14. desember eða svo, en mikið óskaplega voru þeir myndarlegir greyin! Ojoj.

Já, svo núna rétt í þessu var verið að hringja dyrabjöllunni og ég stökk að sjálfsögðu til dyra og vonaði náttúrulega að þarna væri prinsinn á hvíta hestinum kominn, en nei. Það var þá bara löggan sem hafði farið dyravillt! Gúlp.

Jæja, ég má ekki vera að þessu, ég þarf að læææra...

Engin ummæli: