Hósthóst, ég hef ekki alveg verið að standa mig í myndafærslunum undanfarið. En hér með verður bætt úr því, eitt stórt klapp fyrir því! Já, ég á enn eftir að skella inn nokkrum myndum af íbúðinni minni í Svíþjóð (var reyndar búin að tæma og þrífa íbúðina þegar myndirnar voru teknar) og fleiru, svo ég segi bara njótið vel :)
Venla, nu er det dags att posta några fotos! Och titta, Odinsgatan har inte varit så fin sen i början av juni... ;)

Lilja mín var stödd í Svíþjóð í ágúst og við skelltum okkur í Liseberg :)

Þarna einhversstaðar á sviðinu er SVEN INGVARS, ó mæ gad sko! "Jag ringer på fredag" og "Säg inte nej, säg kanske kanske kanske" eru náttúrlega góðir smellir...

Ylva við sögufrægan steingvegg í einhverju bíói. Þetta var víst hluti af múr sem umlukti borgina á árum áður.

Það var búið að skreyta múrinn svona listilega vel...

Eldhúsið góða í Odinsgatan 24B, eftir tiltekt... Venla titta, såå fint :)

Jájá, allt til alls. Eldavélin var held ég notuð þrisvar sinnum... Venla, hur många gånger lagade vi mat? Tre? Eller två? ;)

Það er langur gangur fyrir svanga Manga... Þessi gangur var í íbúðinni á milli eldhússins og stofunnar. Á ganginum á vinstri hönd er klósettið og á hægri hönd er forstofan, þótt það sjáist nú reyndar ekki á þessari mynd.

Baðherbergið, hreint og fínt og tómt

Sturtan góða :) Reyndar er einn galli á gjöf Njarðar, og hann er sá að það var enginn sturtubotn svo vatnið flæddi um ALLT baðherbergisgólfið þegar maður fór í sturtu...

Forstofan. Þarna gefur á að líta farangurinn minn, alls 53 kíló takk fyrir pent!!! Enda var ferðalag mitt til Hollands líka ansi skrautleg... lenti í vandræðum á Kastrup og allskonar, vúps! Venla, titta, min bagage var 53 kilo!!! Det var också jätte svårt att åka till Holland, haha :)

Stofan góða :) Þarna í sófanum áttum við Venla heima... Þarna til hægri sjáið þið líka hornið á rúminu hennar Venlu. Nej men Venla, soffan! Kom ihåg, vi var där hela dagen :P

Venla svaf undir bókahillu... ekki mjög traustvekjandi! Venla, "hyllan" (hahaha) föll inte ner ;) Och hylla er faktist ett ord :)

Tölvuhornið. Þarna ofan á er rúmið sem ég svaf í... ef vel er rýnt í myndina má sjá tröppurnar þarna hægra megin.

Og þarna uppi svaf ég

Og sjónvarpið okkar indæla

Það var crowded á Kastrup

Ég lenti í HELLIDEMBU í Hollandi

Sól og sumar

Garðurinn sem er hinum megin við götuna hér í Hollandi

Bjútí bjútí

Ég fann þennan skurð í einum hjólatúrnum
Og þannig er nú það! Skelli inn fleiri myndum seinna, þegar ég er búin að taka þær :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli