miðvikudagur, september 27, 2006

Let's be happy and let's be gay

Vegna áskorana lítur ný færsla nú dagsins ljós.

Humm, get ég þó ekki sagt að eitthvað markvert hafi gerst síðan í síðustu færslu.

Jú djók, ég fór í bæinn í gær og spanderaði peningum alveg hægrivinstri. Ég fékk nefnilega útborgað fyrir tveimur dögum síðan, og það er nú algjör óþarfi að eiga launin sín of lengi!

- Ég keypti mér t.d. hvíta geggjað flotta prjónaða peysu á 70% afslætti, svo hún kostaði ekki nema um 900 íslenskar krónur.
- Ég keypti mér líka gráa prjónaða flotta peysu á 70% afslætti og kostaði hún um 450 íslenskar krónur.
- Síðan keypti ég mér svartan hlírabol með fullkomnu sniði á 450 íslenskar krónur.
- Og svo keypti ég mér brúnan geggjaðan stuttermabol á 720 íslenskar krónur.

Þess má geta að þetta fellur allt að ströngum skilyrðum hugmyndafræðinnar um grunnfataskápinn góða. Nema það að ein prjónuð flott vetrarpeysa átti að duga. Vona að ég hafi ekki klúðrað þessu algjörlega með að hafa keypt tvær! Djók.

Í dag skundaði ég svo í bæinn og keypti mér skype-síma, því headfónadrasl virkar ekki í tölvunni minni. Og sjá, síminn virkar!!! Talaði ég því af áfergju í heilar 9 mínútur og 50 sekúndur við foreldra mína í dag, án þess að fá dúndrandi samviskubit yfir alltof háum símreikningum... Hoho!

Annars fékk ég nú skondið símtal í gærkvöldi.

Kona: Goedeavond, blablabla blabla blablablabla?
Anna: Uhh, sorry, I don't speak Dutsch...
Kona: Uhh... ehh... what about your husband?
Anna: HUSBAND? Ehh, I don't have a husband, I'm only nineteen! And this is my private mobilenumber...
Kona: Ahhh... ohhh... allright...
-Þögn-
Anna: Ehh, are you doing some kind of a research or something?
Kona: Ehh, yes.
-Þögn-
Kona: Well, bye.

Humm, fleira markvert hefur ekki gerst. Eða jú, en ekkert sem ég nenni að skrifa hér... maður setur nú ekki allt á netið sko!

PussOchKram älsklingarnir mínir, Anna van Bosch

Engin ummæli: