Í dag er mikill dýrðardagur bæði fyrir mig og ykkur. Já, ég lýsi því formlega yfir að hér við eldhúsborðið í Geldersedam 42 mun ég sitja sem fastast í nokkra daga, ef ekki vikur eða mánuði, til þess að bæta upp netleysi mitt síðustu þrjár vikurnar. Reyndar sé ég fram á að þurfa stundum að standa upp til að passa krakkana og þess á milli skella mér í sólbað, en annars ætla ég að sitja hér á mínum allra heilagasta rassi og gera fullt af skandölum á netinu.
Merkilegt samt hvað það er alltaf fátt í fréttum, eða með öðrum orðum, hvað ég nenni ekki að þylja upp hvað á daga mína hefur drifið undanfarið. Segjum bara sem svo að ég á ekki enn hjól, en er samt að fara að kíkja á eitt hvítt í dag með biluðu framljósi á spottprís. Íha! Kíkti einnig á flottan bílskúrsflóamarkað í síðustu viku. Þar kenndi ýmissa grasa, en vegna þess hve snobbuð ég er (ég held því miður að það sé kominn tími til að viðurkenna það) þá dettur mér ekki í hug að kaupa notað dót á flóamörkuðum. En vegna netleysis undanfarnar vikur var ég orðin hundleið á lögunum í mp3 spilaranum mínum og keypti þess vegna fjóra diska með hollenskum pöbbalögum á 5 evrur (450 íslenskar krónur), svona svo ég hefði eitthvað til að hlusta á. En nú er netið hins vegar komið aftur, svo ef einhvern langar að kaupa þessa hundleiðinlegu geisladiska mína á 8 evrur, þá er það guðvelkomið.
Og myndablogg? Hmm, kannski seinna þegar ég er búin að taka einhverjar myndir sem varið er í... sem sagt þegar ég er búin að eignast hjól.
Og svo um leið og ég er búin að kaupa mér íþróttatopp (sem virðist nú ekki vera á hverju strái í íþróttavöruverslununum hér), þá ætla ég að fara að grennslast fyrir um taekwondoiðkun hér á svæðinu. Félagslíf mitt er nefnilega með allra sorglegasta móti þessa dagana. Nei djók, hvað er ég að kvarta. Það er oft á tíðum alveg heilmikið stuð að spjalla við hollensku húsmæðurnar á leikvellinum, og veit ég núna alveg hellings slúður um hverja og eina... Hemm já, íþróttatoppur segið þið?
Hey, ég er komin með hollenskt símarnúmer. Ef einhvern langar til að hringja í mig/senda mér sms, þá er númerið: +31 625105990.
Og eitt enn. Ef þið vitið hvað ég ætla að gera eftir áramót þá megið þið láta mig vita med det samme, því ég hef nefnilega ekki hugmynd.
Kærar kveðjur, Anna Björk
Till Venla: Nej men hej mamma! Har du? Vilken affär? Nej vad fint. Men i alla fall, jag har fått internetconnection i min dator nu! Det har varit svårt inte att ha den, du vet hur mycket jag älsker internettet ;) Hur gik det med svenskan i skolen? Och mit telefonnummer er nu +31 625105990 :) Ha det så bra!
þriðjudagur, september 12, 2006
Komin í netsamband!
...sagði
Anna Bj.
-
þriðjudagur, september 12, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli