sunnudagur, september 24, 2006

Svo glatað!

Stundum velti ég því fyrir mér hverjir það séu eiginlega sem að kíkja á bloggið mitt. Teljarinn ríkur allavega upp úr öllu valdi dag hvern og ég trúi því nú varla að fólk sé alveg að missa sig á refresh-takkanum... þetta er eilítið dularfullt.

Annars sit ég hérna við eldhúsborðið og er að gera alveg æsispennandi spænskuverkefni um Madrid. Ég er ennþá svolítið fúl yfir því að kennarinn skuli hafa klúðrað málunum í síðustu viku og látið mig skila verkefni fyrir spænsku303 (ég er í 403), og ætlast svo til að ég geri svo rétta verkefnið og skili því! Það fara nú alveg margir klukkutímar í svona verkefni skal ég ykkur segja... En ég þori hins vegar ekki að kvarta, ég fékk nefnilega A fyrir fyrsta verkefnið mitt á önninni sem kom vel að merkja RAUTT til baka af allskonar málfarsvillum, og tel ég því um að gera að nota smjaðursaðferðina mína ofurlítið og athuga hvort ég sleppi ekki svona vel það sem eftir lifir annar... Ég tek það samt skírt fram að ég hafði ekki notað spænsku í rúmt hálft ár þegar ég skilaði fyrsta verkefninu og mundi þess vegna ekki sjitt, en þetta er allt að koma til. Ætla allavega ekki að fá aftur svona rautt verkefni til baka, jadúdd bara!

Úff, ég lenti nú í alveg vonlausri viðreynslu í dag! Þið megið samt alveg sleppa því að lesa þetta, þetta er nefnilega leiðinleg langloka. En sem sagt, ég fór í sakleysi mínu út að skokka í garðinum hérna hinum megin við götuna, klædd í alveg vonlaus föt, var með gleraugu, hárið út um allt, ómáluð og ósexí með öllu. Núnú, ég ákvað að taka hringinn í kringum vatnið á mettíma (tekur svona 20-25 mínútur að labba) og hljóp því sem mest ég mátti af stað og blés varla úr nös. Síðan kemur allt í einu gaur á lítilli vespu og keyrir framhjá mér og starir svo mikið aftur fyrir sig að hann keyrði næstum því útaf. Kauði brunar áfram dágóðan spotta, stoppar síðan og sest á bekk. Þar situr hann svo þegar ég kem skokkandi á milljón kílómetra hraða. Gaurinn var nú svo sem ekkert ómyndarlegur greyið, bara ekki mín týpa (sem sagt ekkert svo myndarlegur). Allavega, um leið og ég þaut eins og eldibrandur framhjá honum blístraði hann hátt og hrópaði svo "Hi!" á eftir mér. Ég þóttist að sjálfsögðu ekki heyra neitt, enda með mp3 spilarann í eyrunum, svo ég hélt bara áfram.

Jæja, alltaf gaman að láta blístra á eftir sér, svo ég fór að pæla í hvort ég hefði átt að stoppa og spjalla við gæjann. En svo mundi ég allt í eftir útganginum á mér og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri gaur sem kæmi greinilega þarna reglulega og blístraði á eftir stelpum. Og áfram hélt ég á sprettinum og blés ennþá ekki úr nös. Þarna skokkaði ég lengi lengi og var næstum því komin hringinn, og sjá, kemur ekki kauði á hjólinu sínu úr gagnstæðri átt, og greinilega að tékka á því hvort ég væri ekki alveg örugglega ennþá í garðinum. Núnú, ég reyndi að láta sem ekkert væri og skokkaði þarna áfram. Þegar ég kom aftur að bekknum var gaurinn kominn þangað aftur og sat og starði á mig. Ég spítti í og hljóp framhjá honum (reyndi samt að vera þokkafull sko, gaur er jú alltaf gaur...) og eftir nokkurn spotta stoppaði ég og teygði á. Þá sá ég að gæinn var að keyra annan hring í kringum vatnið, greinilega til þess að tékka aftur á mér. Þá notaði ég tækifærið og hljóp heim. Pff, svona gaurar sko!

Ég tek það samt fram að undir venjulegum kringumstæðum (sem sagt ég í ofursexí íþróttafötum, máluð og með hárið perfect) hefði ég svo sannarlega farið og spjallað við gæjann. En þessi var sko greinilega bara að leita að einhverju kjöti...

Já, þannig er nú sagan af mínu lífi! En nú má ég ekki vera að þessu lengur, ég ætla að fara að fara í rúmið og liggja andvaka af áhyggjum (sjá síðustu færslu). Adiós mis amigos! Anna Espanjola

Engin ummæli: