Í gær ætlaði ég í alveg geðveikt langan hjólatúr og lagði af stað með fullan vatnsbrúsa og myndavél. Ég taldi ekki þörf á að hafa kort með í för, enda lærir maður best á því að villast sem mest. (Speki í boði Önnu Bjarkar klikkar aldrei!). Frá því er skemmst að segja að ég hjólaði lengst út í buskann, beygði og beygði og beygði og var svo óvart komin heim aftur eftir 20 mínútur. Ég hafði sem sagt hjólað í hring og hef því engar myndir handa ykkur í dag. Já, svona er það að vera frábær!
Annars skín sólin í dag líkt og undanfarna daga, þegar ég fór að sofa í gærkvöldi um ellefuleytið var ennþá 23 stiga hiti úti...
En ligg ég úti í sólbaði? Nei, mér hundleiðist að liggja í sólbaði! Þess í stað ætla ég að einbeita mér að því að bera saman Sókrates og Jesú í sögu303... Já, svei mér þá, mér finnst saga skemmtileg! Ætli áhuginn á því ágæta námsefni hafi ekki vaknað á öllum mínum ferðalögum í sumar. Maður verður nú að auka víðsýnina smá svo maður geti tekist á við heiminn sem þroskaður og heilsteyptur einstaklingur. Nei djók. Þroskuð og heilsteypt verð ég ekki svo lengi sem ég lifi.
Jæja, best að halda áfram að læra!
föstudagur, september 15, 2006
Sól sól skín á mig
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, september 15, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli