Hey, er ekki komið að því að krýna lesanda ágústmánaðar? Í þetta skiptið var ansi mjótt á munum sem endranær, en hérna koma niðurstöðurnar...

Björg María Jónsdóttir tók keppnina í nefið og vann eins og ekkert væri. Þessi mynd er alls ekki stolin, hósthóst...
2. sæti:
Kristinn Björn Haraldsson, a.k.a. litli bróðir minn, barðist hetjulega og hafnaði í öðru sæti, aðeins einu kommenti á eftir Björg. Þessa mynd tók ég af okkur í Danmörku í ágúst.
3.-4. sæti:
Í 3.-4. sæti er Baldvin Dagur Rúnarsson, en hann laumaði sér öllum að óvörum í eitt af toppsætunum. Hann var aðeins einu kommenti á eftir 2. sæti. Þessa mynd af okkur tók ég sjálf í tjaldútilegu sumarið 2005, þrátt fyrir að dagsetningin á myndinni segi eitthvað allt annað.
Og í 3.-4. sæti er einnig Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings sem kommentaði af miklum móð í ágúst og lenti aðeins einu kommenti á eftir 2. sæti. Þessi mynd er alls ekki stolin, nei ó nei...
Ef það eru fleiri sem vilja sjá sín fögru andlit hér á síðunni, tjah, þá er bara að taka sig til og massa upp septembermánuð...
Kærar kveðjur, Anna Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli