þriðjudagur, september 19, 2006

Kalt kalt...

Æ, æ. Ég horfði á Holland's next Topmodel í gær og formleg fitun er hafin.

Ég er annálaður aðdáandi Topmodel þátta, hvort sem þeir America's- England's eða Australia's next topmodel, og hef mjög gaman að því að sitja heim í stofu og gefa mitt fagmannlega álit á holdafari, pósum og göngulagi. Og yfirleitt er ég manna síðust til að viðurkenna að einhver þátttakendanna sé of grannur, en í gær varð mér illt í rifbeinunum. Stúlkurnar eru allar á aldrinum 17-21 árs (fyrir utan eina 26 ára), og svo sjúklega óeðlilega fáránlega grannar að ég fór eiginlega að skæla þegar ég sá það! Hefi ég því tekið skyndilegu ástfóstri við öll mín þrjú aukakíló og stefni jafnvel á að bæta á mig nokkrum í viðbót. Snökt.

Annars er það helst að frétta að ég vaknaði með sængina ofan á mér í morgun og EKKI í svitabaði! Sem telst nú til stórtíðinda því slíkt hefur ekki gerst síðan en heima á Íslandi forðum daga, sem sagt í júníbyrjun. Já, í dag voru 14,5 gráður úti klukkan átta og ég hélt ég myndi frjósa í hel, svona þar sem heill veggur í herberginu mínu er gluggi og enginn ofn er til staðar. Ég man kannski eftir því að sofa með lokaðan glugga næst...

Annars hef ég fátt að segja á þessum kalda, gráa en fagra þriðjudegi. Ætlaði að skella inn nokkrum myndum handa ykkur, en þar sem ég gæti misst nokkur grömm af því að skokka upp á fjórðu hæð og ná í myndavélina (ég elska aukakílóin mín, remember), nú eða vegna þess að ég er svo fruntalega löt, þá fáið þið engar myndir fyrr en í fyrsta lagi í kvöld.

Engin ummæli: