Jæja börnin mín stór og smá.
Fréttir dagsins eru þær að ég er ekki lengur húsnæðislaus í Kaupmannahöfn, jíha! Já, ég er búin að redda mér dýrindis herbergi, mublerað og allar græjur, og er það laust frá 15. janúar. Jájá, mikil ósköp.
Annað mál og miklu verra er þó, að ég er á kúpunni. Nei, djók, ástandið er eiginlega miklu verra en svo. Ég er eiginlega alveg gjörsamlega gjaldþrota! Sé ég jafnvel fram á að þurfa að selja mig á götum úti í Kaupmannahöfn, svona ef ég næ að skrapa saman fyrir farmiðanum. En það er víst bara gaman, segja þær.
Eins mun ég að öllum líkindum vera atvinnulaus þegar út verður komið. Enda grunar mig að það sé lítið vit í að sækja um vinnu eins og staðan er akkúrat núna, enda er ég ekki með danska kennitölu og hreint ekki búin að skrá mig í danska skattkerfið. Ekki er hægt að stússast í slíkum málum fyrr en til Kaupmannahafnar er komið, og áður en ég get farið þangað verð ég að redda mér samnorrænu flutningsvottorði, hvernig sem ég ætla nú að fara að því. Vesen? Nei hreint ekki...
En ég lifi þó í góðri trú um það að mér takist að redda mér vinnu þegar ég er mætt á staðinn. Ég meina, einhver hlýtur að vilja ráða mig! Lítum aðeins á starfsreynslu mína:
- Ég kann að raka gras. Kannski er samt ekki mikið um grasvinnu að fá á veturna, en það er aldrei að vita.
- Ég kann að afgreiða á kassa í búð.
- Ég kann að búa til pylsu með öllu á örskotsstundu.
- Ég kann að díla við alveg óhemju leiðinlega viðskiptavini.
- Ég kann að steikja hamborgara.
- Ég kann að standa á bikiníinu einum fata tvo metra frá þjóðvegi eitt og planta trjám. (Hojhoj, flokkast þetta ekki sem góður undirbúningur fyrir að selja sig á götum úti?).
- Ég kann að þrífa hótelherbergi á methraða.
- Ég kann að passa börn, jájá. Ég er meira að segja svo leikin í þeirri list, að ég get gefið þremur hungruðum krakkagrísum að borða á sama tíma og ég fæ mér sjálf að borða!
- Ég kann að keyra bíl, svo framarlega að ég þurfi ekki að bakka í stæði.
- Ég kann að hjóla á milli bíla á miklum umferðargötum.
- Jeg kan godt snakke dansk!
Þannig að þið hljótið að sjá, að útilokað er annað en að einhver vilji fá mig í vinnu hjá sér. Góður starfskraftur, jájájá.
Men jeg smutter nu, jeg tror det er tid til at öve det danske sprog... måske kigge lidt på Nikolaj og Julie! Ja, ha' det så godt, mine kære venner! Jeg blogger igen i morgen :) Knus og kram, Anna den danske
föstudagur, desember 22, 2006
Á Spán' er gott að djamm' og djúsa
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, desember 22, 2006
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli