mánudagur, desember 11, 2006

Er lækkar á lofti sólin

Það styttist í jólin, ó boj. Hins vegar finnst mér jólin vera svo langt í burtu að ég nenni ekki einu sinni að pæla í þeim! Já, eftir hálft ár í útlöndum er svo ferlega gott að koma heim að ég er miklu meira í "ég-er-komin-heim" skapi heldur en "jólin-eru-að-koma" skapi.

Á morgun fer ég síðan til Akureyrar í klippingu og litun og annað punt. Reyndar hefði ég viljað fara í slíkar fegrunaraðgerðir úti í Hollandi þar sem að klipping og litun kostar samtals 4.500 íslenskar krónur, en þar sem að ég yfirgaf landið í flýti, þá gafst ekki ráðrúm til slíks dundur. Damn. En hárið á mér þolir allavega ekki lengri bið, þar sem að allur litur er úr því horfinn og ég forðast spegla sem mest ég má, og er mælirinn þar með fylltur. Maður minn.

Hins vegar tel ég það morgunljóst að ég verð að gera mér ferð til Akureyrar einhvern tímann fyrir jólin til þess að komast yfir að hitta vini og kunningja! Og svo er ég líka búin að lofa að kíkja nokkrum sinnum á djammið og alls konar, en við sjáum til hvað tími, færð og peningar leyfa. Ég tek þetta þá bara með trompi í sumarfríinu, en ég geri ráð fyrir að kíkja allavega heim í vikufrí í sumar...

En jæja, best að fara og hafa smá "brainstorming", mér dettur nefnilega ekki í hug að fara út að skokka í -5,6 gráðum og verð ég því að finna einhverja smellna hreyfingu sem hægt er að framkvæma innandyra, og helst án þess að stofna húsgögnum og lífi annarra fjölskyldumeðlima í of mikla hættu. Allar hugmyndir eru vel þegnar!

Engin ummæli: