Jæja, þá er aðfangadagur liðinn og jóladagur tekinn við.
Gærdagurinn var hinn frábærasti - ég greip í póker með bræðrum mínum eftir hádegi, og þar sem engir pókerspilapeningar voru til á heimilinu (enn sem komið var), þá notuðum við krónur, fimmkalla og tíkalla. Síðar um kvöldið komu síðan pókerpeningar inn á heimilið, svo það verður gaman að spila næst!
Ég fékk margt góðra gripa í jólagjöf. Já, ég get með sanni sagt að hver einn og einasti hlutur hafi hitt beint í mark og er ég alveg ferlega ánægð með þetta allt saman. Og þar sem að ég er svona ánægð, þá er ekki úr vegi að telja upp hvað ég fékk... ;)
- Gjafabréf upp á flugmiða til Kaupmannahafnar!!!
- Puma ilmvatn og Puma sturtugel, bæði úr Jamaica-línunni, dásamlegt alveg hreint!
- Nýja vettlinga, ekkert smá flotta!!!
- Geggjað make-up sett með fullt af augnskuggum, kinnalitum, púðri og glossi! Fyrir þá sem ekki vita hefur áhugi minn á förðun stóraukist undanfarið og þess vegna er þetta eins og Guðsgjöf þar sem ég átti nákvæmlega núll stykki augnskugga...!
- "Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið", bók með tíu gönguleiðum í Kaupmannahöfn þar sem sagt er í stuttu og skemmtilegu máli frá stöðunum sem gengið er framhjá. Ég hlakka SVO til að fara til Kaupmannahafnar og fara þessar leiðir! Þessi bók hitti sko beint í mark!
- Jólatrésstyttu, algjört æði!
- Adidas-bol, sem svoleiðis smellpassar! Ég skil ekkert í því hvernig hún Lilja mín fer eiginlega að þessu! Takktakk, ef þú lest þetta :*:D
- Ungfrú Jóla, híhí, æðisleg jólabók!
- Geggjuð náttföt!
- Desemberpakkann af Rauðu seríunni - fjórar bækur alls! Vá, ég varð ekkert smá ánægð þegar ég opnaði þann pakka, ég komst nefnilega ekki á bókasafnið fyrir jólin, og fyrir þá sem ekki vita, þá er ég mikill aðdáandi Rauðu seríunnar... (Ekki samt segja neinum frá því!).
- Stóra snyrtitösku, rauða og með alls konar hólfum út um allt og tveggja ára ábyrgð! Ég hef einmitt lengi ætlað að kaupa mér einhverja svoleiðis tösku!
- Armbönd, ekkert smá falleg, ég starði á þau í allt gærkvöld!
- Síðan gaf stóri bróðir minn allri fjölskyldunni spilið Risk og Lord of the Rings-spilið, ég þarf endilega að læra Risk, enda hef ég aldrei lært það! Sjáum til hvað maður kemst yfir í dag ;)
- Peningar, jájájá! :D
- Jólasveinninn gaf mér svo 1000 krónur í skóinn, reyndar setti ég ekki skóinn út í glugga heldur sá jólasveinninn alfarið um það mál að setja hann í skrifstofugluggann... :P
Og ég held að ég sé ekki alveg örugglega ekki að gleyma neinu :) Og ef svo er, þá bæti ég því bara inn í seinna...
En allavega, Kristinn litli bró var að koma inn á skrifstofuna akkúrat í þessum töluðum orðum og boða mig í póker... Verð að þjóta!
Jólasveinakveðja! Anna Björk
mánudagur, desember 25, 2006
Jólasveinn kæri - jólasveinn góði
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, desember 25, 2006
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli