mánudagur, desember 25, 2006

Þitt er mitt - en mitt er ekkert endilega þitt

Já, alltaf er eitthvað að gerast hérna í sveitinni!

Dagurinn í dag var með eindæmum rólegur framan af. Spilaður var póker og ég horfði á eina bíómynd eða svo. Um fjögurleytið sat ég svo í öllum mínum rólegheitum og spilaði RISK af miklum móð við bræður mína. Þá allt í einu hringir síminn, og okkur tilkynnt að Malarvinnslan, vinnan hans pabba, standi í ljósum logum! Ég þýt út í fjárhús og næ í pabba, við systkinin í útifötin og síðan brunað út í þorp (13 km). Við máttum að sjálfsögðu ekki fara alveg að brunanum, heldur stóðum nokkur hundruð metra frá og fylgdumst með slökkvistarfi í nístingskulda. Sem betur fer slapp skrifstofubyggingin (þar sem pabbi vinnur) og smíðaverkstæðið fyrir tilstilli eldveggs, en það er víst ekkert eftir af verkstæðinu. Jahérnahér. Ekki var þetta nú gaman.

Þegar heim var komið var smá sjæning og síðan fórum við heim til ömmu og afa (sem búa 200 metra frá okkur) í hangikjöt. Og síðan var að sjálfsögðu spilað púkk. Jájájá.

Annars held ég að ég ætli að stökkva niður í kjallara núna og dilla mér svolítið við Britney Spears, svona svo ég geti stimplað þyngdartapið á eitthvað annað en of hollan mat. Já, ég gjörsamlega hrekk niður í vigt þessa dagana án þess að gera neitt sérstakt, og eftir 100 grömm, já 100 grömm gott fólk, þá verð ég komin niður í markmiðið mitt, með öðrum orðum, 58 kíló! Já, mér tókst nefnilega að þyngjast um aaansi mörg grömm í Hollandi (það er alveg ótrúlegt hvað maður þyngist ef maður velur ekki sjálfur brauðið og ostinn sem manni finnst æskilegast að borða!!!). Mér tókst reyndar að sprikla af mér 800 grömmum í Hollandi í nóvember, og síðan er ég búin að ná af mér 1,8 kílói síðan ég kom heim 6. desember. Fyrir þá sem skilja ekki þessa útreikninga, þá var ég orðin 60,7 kíló (það ætla ég ALDREI ALDREI ALDREI í mínu lífi láta gerast aftur!!!) og er núna orðin dásamleg 58,1 kíló. Ojájá.

Nei, þetta voru nú gagnslausar þyngdarupplýsingar. En allavega, ég er samt farin niður að dilla mér við Britney ;)

Jólakveðja, Anna Haralds

Engin ummæli: