Það er alveg ótrúlega margt sem maður afrekar þegar maður er kominn heim í sveitina. Hef ég t.d. sökkt mér óþarflega djúpt ofan í öll snyrtiblöðin sem mér hafa borist í fjarveru minni, og sit ég því hér með laxableikar varir og sólarpúður á viðbeinunum. Jájá.
Í gær fékk ég svo þá flugu á höfuðið að sauma mér kjól eftir sniði sem ég fékk úr hollensku Glamour-blaði. Þess má geta að kjóllinn góði verður gerður úr gömlu og forljótu sængurveri, en hann ætti að verða til við fyrsta tækifæri. Ef vel tekst til ætla ég að sauma mér annan úr flottari efni, m.ö.o. úr gömlum rauðum silkirúmfötum. Jahérnahér.
Í gær laug ég einnig að sjálfri mér að það væri hollt að fara út að skokka í frosti. Ég hugsa að ég verði að ljúga enn meira að mér í dag, því það er engum til gagns að ég sitji heima og safni spiki. Ohhh.
Og í dag greip um sig ofsagleði þegar búslóðarkassarnir mínir tveir, sem ég setti í póst á mánudaginn í Hollandi, létu sjá sig hér á Grænavatni. Samkvæmt mínum útreikningum átti ég ekki að fá þá fyrr en í næstu viku, en jess, núna get ég skipt um föt og alles!
Nei, ég segi ekki meira, ég er farin út að skokka!
föstudagur, desember 08, 2006
"Er ég kem heim í Búðardal, lalala"
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, desember 08, 2006
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli