... warm embrace when I replace the one you had in mind...
Já, rómantíkin alveg að fara með mig, gott fólk. Ég kenni Nikolaj og Julie alfarið um þá bölvuðu vitleysu. Reyndar á ég engan kærasta, en það er hægt að vera rómatískur þrátt fyrir það. Eller hur? Hugsa að ég verði að næla mér í einn danskan við fyrsta tækifæri. Vona bara að hann fari nú ekki að halda við sæta prestinn (kvk). Er ég hugsanlega að lifa mig of mikið inn í aðstæður?
Ég held ég þjáist af krónískri sólbrúnku. Allavega virðist ljóta sandalafarið mitt ekki vera á neinum faraldsfæti og farið eftir bikiníbrókina mun vafalaust vera fast á sínum stað það sem eftir lifir. Ég er náttúrulega himinlifandi yfir því að vera ekki skituhvít, en hugsa þó að næsta sumar muni ég spranga um Strikið allsber. Sandalaför og önnur för eru nefnilega ekki neitt óskaplega lekker.
Að öðru. Glöggir lesendur hafa vafalaust tekið eftir bloggleysi síðustu daga. Kenni ég andvaraleysi og skort á frjórri hugsun um þá krísu. En með hækkandi sól hlýtur eitthvað frásagnarvert að gerast. Ég trúi ekki öðru. Er ég þá ekki að vitna til þess að líf mitt sé óspennandi þessa dagana, heldur eru takmörk fyrir því hversu oft ég get birt sömu færsluna. Allavega er það svo ef ég ætla að halda lesendum mínum, sem búast að sjálfsögðu við að smellin bloggfærsla poppi upp á skjáinn í hvert sinn sem kveikt er á tölvunni. Ég er nefnilega að sjálfsögðu stillt sem upphafssíðan hjá öllum. Og ef svo er ekki, ekki þá segja mér frá því. Það er skemmtilegra að halda hið gagnstæða ;)
Allavega. Danmerkurferðin nálgast og ég get ekki á heilli mér setið. Spenningurinn er feikilegur. Hins vegar veldur það mér þónokkrum taugatitringi að samnorrænu flutningsvottorðin skuli ekki vera gefin út lengur. Hvað ef Danir vilja ekki fá mig í landið? Þá er ég í ljótum málum, trallalalalei!
Nei, það væri öllum fyrir bestu að ég færi bara að sofa. God nat, mine kære venner! Knus og kram, Anna den danske
laugardagur, desember 30, 2006
'Cause in the end it all depends on whether you find...
...sagði
Anna Bj.
-
laugardagur, desember 30, 2006
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli