Jæja, þá er laufabrauðarbakstri lokið. Og ég verð að viðurkenna að ég er dulítið fegin. Við vorum 3-4 (manns) að skera út 100 kökur, og þar sem ég nennti ekki að vera allan daginn að þessu, þá dreif ég familíuna áfram á þreföldum hraða og þetta tók ekki nema eina klukkustund og 45 mínútur. Ágætt það. Reyndar tók það okkur ekki nema 10 mínútur að verða uppiskroppa með þrjú strik, þannig að það urðu minnst 8 kökur með stafnum "A"... En þess má geta að ég borða ekki laufabrauð (moment on the lips - forever on the hips), þannig að hinir fjölskyldumeðlimirnir verða að skemmta sér við að borða minn staf.
Og síðan tók við steikingin. Þar sem að ekki voru margir heima var ég sett í pressuhlutverkið. Ýmislegt græddi ég nú á því, því nú þarf ég ekki að setja á mig handáburð eða gel í hárið alla næstu daga, tólgin kemur alveg í staðinn fyrir svoleiðis gerfiþarfir.
Annars er allt gott að frétta. Það er spáð óveðri í kvöld og ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fara út að skokka (klukkan hálf þrjú að degi til), ég tek enga sénsa á að verða úti skal ég ykkur segja...
Nei, best að fara og krulla á mér hárið eða gera eitthvað gagn með öðrum hætti! Bæjó!
laugardagur, desember 09, 2006
Það á að gefa börnum brauð
...sagði
Anna Bj.
-
laugardagur, desember 09, 2006
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli