sunnudagur, desember 31, 2006

And I said: What about breakfast at Tiffany's

Jæja. Það styttist í nýja árið í Ástralíu (sólarhring áður en herlegheitin hefjast á Íslandi). Allavega var ég að tala við hana Ylvu mína hina sænsku núna rétt áðan, og klukkan niðri í Eyjaálfu er víst aðeins á undan þeirri sem er hér ofar á jörðinni... Fyrir þá sem ekki vita, þá er Ylva á 6 mánaða bakpokaferðalagi um Ástralíu - ein. Og hún er jafngömul og ég. Sú er með bein í nefinu!

En allavega. Það styttist nú í mitt ferðalag, og í tilefni að því mun ég eflaust minnast á Danmörku í hverri einustu færslu þar til 15. janúar eða svo. Og reyndar líka í hverri færslu etir það. Jájá.

Já, það er að mörgu að huga. Áðan sat ég t.d. niðri í herberginu mínu og mátaði ALLA eyrnalokkana mína, enda algjör óþarfi að taka þá alla saman með út. Niðurstaða: Ég fer með 16 pör út og skil 2 pör eftir á Íslandi. Er ég gella eða hvað?

Annars eyddi ég öllu kvöldinu í það að æfa make-up kúnstir af miklum móð. Útkoman varð kannski ekki alveg jafnflott og í snyrtiblaðinu, en æfingin skapar meistarann! Vona ég...

En jæja, best að vinna í því að snúa sólarhringnum aftur við! Góða nótt mínir kæru vinir! Anna gella Grænvetningur

Engin ummæli: