Jæja, þá liggja úrslitin fyrir úr kommentakeppni mánaðarins! Því miður fylgja engar myndir með úrslitunum að þessu sinni þar sem ekki er endalaust niðurhal hér á bæ og það gengur fljótt á birgðirnar ef ég ætla að fara að gúgla upp flottum myndum. En hér koma niðurstöðurnar:
1. sæti:
Kristinn Björn Haraldsson, öðru nafni litli bróðir minn, kom sá og sigraði í þessum mánuði með 26 skoðanir á 24 færslur! Það verður óneitanlega að teljast nokkuð gott... Til hamingju!
2. sæti:
Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings stóð sig líka eins og hetja með 25 skoðanir á 24 færslur. Já, það var mjótt á munum á fyrsta og öðru sæti! Til hamingju með frammistöðuna!
3. sæti:
Elín Ósk Magnúsdóttir kommentaði líka eins og óð væri og var með 16 skoðanir þennan mánuðinn, til hamingju!
Já, þannig var nú það! Þakka ég jafnframt öllum öðrum fyrir hetjulega baráttu! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli