föstudagur, desember 22, 2006

Dönsum í kringum jólatréð þessu strumpaballi á

Jæja, þá er maður búinn að fara á jólabingó og þá mega jólin loksins koma.

Ekki samt láta ykkur detta það í hug að ég hafi unnið nokkurn skapaðan hlut, en Kristinn litli bró vann samt 5.000 króna gjafabréf frá Greifanum og svitaband frá Nikita. Hann gaf mér svitabandið. Jess!

Og að sjálfsögðu skemmtum við okkur konunglega á leiðinni á bingóið. Það vita nefnilega allir sem hafa einhvern tímann haft mig í bílstjórasætinu á þjóðvegum úti, að það er skylda að syngja þegar ég sit við stýrið. Sem við Kristinn og gerðum. Reyndar kunnum við bara strumpatextana við flest öll jólalögin í útvarpinu, en það kom ekki mikið að sök... Á leiðinni heim var komin svo mikil hríð og fréttir í útvarpinu að ég gat ekki gert neitt annað en að einbeita mér algjörlega að akstrinum og var því minna sungið þá leiðina. Oh.

Í dag fékk ég líka þá flugu í höfuðið að fara út að skokka, eftir nokkurra daga hlé vegna veðurs. Þvílík mistök, ég varð næstum því úti og mér er næstum því ennþá illt í eyrunum þrátt fyrir að hafa verið með bómull og húfu og hettu.

Annars fattaði ég það, þegar ég fékk nokkur jólakort með póstinum í dag, að ég gleymdi að senda öll mín! Huhuhumm, æ-æ og úps! Vá, ein greinilega að missa sig í jólastressinu... Því má fólk búast við að fá jólakortin frá mér í fyrsta lagi á milli jóla og nýárs... vúpsídúps! En ég hugsaði þetta samt og bjó til mjög ítarlegan jólakortalista í byrjun október... æ-æ.

En jæja, nú skuluð þið öll krossa fingur fyrir mig og biðja vel fyrir mér í nótt, jafnvel kveikja á nokkrum kertum og svona, ég nenni allavega ekki að leita að fleiri húsnæðum og vona þess vegna að ég fái þetta! (Ég er samt búin að fá allavega 8 húsnæði, en þar sem ég lifi ansi mikið eftir spekinni "þetta reddast og ég fæ nákvæmlega sem ég vil, ef ég fæ það ekki var það ekki meant-to-be og það hlýtur eitthvað fullkomið að detta upp í hendurnar á mér seinna", þá bíð ég alveg sallaróleg, en það væri nú samt óskandi að þetta meant-to-be færi að láta sjá sig...).

Hagið ykkur skikkanlega börnin góð! Howdoe (bæjó á hollensku)!. Anna som gider ikke lede efter flere værelser...

Engin ummæli: