Jesús minn góður og allar hans lærisneiðar!
Í dag gerði ég það sem ég hef lengi ætlað að gera. Ég lagðist í það mikla verk að glósa bæði af netinu og úr snyrtiblöðunum mínum allt það sem að ég þarf að eignast til þess að geta talist ekta gella og geta sett á mig hvaða andlit sem er á svipstundu. Sem betur fer á ég slatta af brúklegum snyrtivörum, en það er nú ekki nema brotabrotabrot af því sem æskilegt er að eiga. Ætla ég ykkur til mikillar skemmtunar að skella inn niðurstöðum dagsins og mun ég því birta hér lista yfir allt það sem ég þarf að eignast. Sumt á ég reyndar nú þegar, mikil gleði. Og hafið það í huga að listinn er gerður með mitt litarhaft, mína húðgerð og minn smekk í huga. Ég er viss um að Kristinn og pabbi verða ánægðir með þessa færslu, hoho.
- Farði/meik: Ekki tékk.
- Augnblýantur
# appelsínugulur (appelsínugulur dregur fram bláan lit): Ekki tékk
# rauðbrúnn: Ekki tékk
# gylltur: Tvöfalt tékk (já, maður á aldrei nóg af gylltum augnblýöntum!)
# kopar: Ekki tékk
# plómulitaður: Ekki tékk
# gulgrænn: Ekki tékk
# svartur: Þrefalt tékk (einn í veskið, annar á náttborðið og þriðji ef hinir tveir týnast)
# súkkulaðibrúnn: Tékk
# kókosgrár: Tékk
# skærblár: Ekki tékk
# dimmblár: Ekki tékk
# dökkfjólublár: Ekki tékk
# hvítur: Tékk
# kremlitaður: Ekki tékk
# harður: Tékk
# mjúkur: Tékk í svörtum
# skuggi/gel: Ekki tékk
# fljótandi: Tékk í svörtum, bleikum glimmer, gylltum glimmer og silfruðum glimmer
# augntúss: Ekki tékk
- Augnskuggar
# pressaður púðurskuggi: Mörg tékk
# laus púðurskuggi: Ekki tékk
# kremkenndur augnskuggi sem breytist í púður: Ekki tékk
# fljótandi augnskuggi: Ekki tékk
# augnskuggablýantur: Ekki tékk
- Snyrtiburstar af öllum stærðum og gerðum: Tékk
- Burstahreinsir: Ekki tékk
- Gloss: Ekki tékk
- Hyljari: Ekki tékk
- Kinnalitur: Ekki mikið tékk, bara pínu
- Maskari
# svartur: Tékk
# brúnn: Tékk
# bleikur: Tékk
# silfurgrár: Ekki tékk
# vatnsheldur: Ekki tékk
- Augnhárabrettari: Ekki tékk
- Varablýantur: Ekki tékk
- Varalitur: Ekki tékk (laxableikur er samt tékk)
- Kornakrem
# fyrir líkama: Æh, mitt er búið, svo ekki tékk
# fyrir andlit: Tékk
# fyrir fætur: Tékk
- Húðmjólk/body lotion: Ekki tékk (þarf að kaupa svoleiðis!)
- Sólarpúður: Tvöfalt tékk (bæði fastpressað og kremkennt)
- Plokkari: Tékk (samt afskaplega lítið notaður, þarf bara að plokka pínu á milli)
- Brúnkukrem
# fyrir líkama: Tékk (er samt ennþá með bikinífar og sandalafar frá seinasta sumri)
# fyrir andlit: Tékk
- Líkamsmaski úr avókadó eða höfrum: Ekki tékk
- Handáburður: Tvöfalt tékk
- Naglaolía/krem: Ekki tékk
- Naglaþjöl: Tékk
- Naglabandaolía: Ekki tékk
- Naglaslípunarþjöl: Tékk
- Möndluolía: Ekki tékk
- Lavendilolía: Ekki tékk
- Leirmaski: Ekki tékk
- Varasalvi
# litaður: Ekki tékk
# með sólarvörn: Tékk
- Gervineglur: Ekki tékk (fæ mér svoleiðis einhvern daginn)
- Rakakrem
# dagkrem: Ekki tékk (á ekki pening svo það er bara handáburðurinn, hahaha)
# næturkrem: Ekki tékk
# rakakrem með sólarvörn: Ekki tékk
- Sólarvörn: Tékk, en þarf samt birgja mig betur upp
- Naglalakk: Eitt tékk, þarf að kaupa meira
- Varaþykkir: Ekki tékk
- Krullukrem í hárið: Ekki tékk
- Naglalökk fyrir franska handsnyrtingu: Tékk
- Húðhreinsir: Ekki tékk (jeminn eini, þarf að kaupa svoleiðis, nota bara vatn, haha)
- Skrúbbburstar (auka blóðflæðið): Ekki tékk
- Hármaski: Tékk
- Hárvökvi gegn hita vegna hárblásara/sléttujárns: Ekki tékk
- Hárvökvi (fyrir litlu óstýrilátu hárin): Ekki tékk
- Hárlakk: Ekki tékk
- Hármótunarvörur: Margfalt tékk (mold, gelsprey, extreme gel, froða)
- Hársléttunarkrem: Tékk
- Naglaklippur: Tvöfalt tékk
- Tánaglaklippur: Tékk (hef samt aldrei notað þær)
- Tánaglaskæri: Tékk (hef samt aldrei notað þau)
- Naglabandeyðir: Ekki tékk
- Fótasalt: Ekki tékk
- Fótasvampur: Ekki tékk
- Fótaraspur/pimpsteinn: Ekki tékk
- Acínton: Ekki tékk
- Naglabursti: Ekki tékk
- Rakagefandi sturtusápa: Tékk
- Ilmvatn: Tékk
- Ilmavatnsstautur: Ekki tékk
- Rakaúði í andlit: Ekki tékk
- Blautþurrkur með svitalyktareyði: Ekki tékk
Jadúddamía! Hugsa að ég hætti við að gerast gella og gerist frekar svona kona sem notar bara vaselín. Reyndar er vaselín til margs brúklegt í fegrunaraðgerðum:
- Hægt er að nota það sem rakakrem
- Hægt er að nota það sem varasalva
- Hægt er að nota það sem gloss
- Hægt er að setja það á tennurnar til að ná fram glans
- Hægt er að setja það á augnhárin til þess að ná fram glans ef enginn maskari er við höndina
Hugsa að ég stofni styrktarreikning fyrir sjálfa mig, svei mér þá. Ég tek glöð við öllum framlögum!
Nei, ég má ekki vera að þessu lengur, ég ætla aðeins að skella mér á næsta götuhorn...
Bestu kveðjur, Anna sem þarf að eignast pening
laugardagur, mars 31, 2007
Ó mig auma
...sagði
Anna Bj.
-
laugardagur, mars 31, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli