sunnudagur, mars 11, 2007

Allir á myspace!

Jæja, það hlaut að koma að því að ég fengi mér svona myspace !

Fyrir þá sem ekki vita hvað myspace er, þá er það svona síða sem maður býr til og svo setur maður vini sína inn á síðuna og svo getur maður, tjah, talað saman? Er ekki alveg búin að kynna mér hvað maður gerir við þetta dót...

En allavega, það er smá vandamál á ferðum, og það er að ég veit hreinlega ekki um neinn annan sem á svona myspace, sem er afar leitt, því ég vil ekki að einhver Tom vefstjóri sé eini vinur minn!

Þess vegna hvet ég alla lesendur þessa bloggs um að

a) Segja mér hvort þeir eigi myspace (og mega þeir sömu þá adda mér inn hjá sér, eða hvernig maður fer nú eiginlega að því að setja vini á listann hjá sér)
b) Drífa sig inn á myspace.com og búa sér til svona síðu!

Hins vegar mæli ég með því að fólk búi sér til aukanetfang áður en það býr svona síðu til, það er ekkert grín ef tölvupósthólfið manns færi nú að fyllast af allskonar ruslpósti frá hinum og þessum...

Endilega skellið ykkur í þetta, mér finnst þetta svo spennandi :) Og það skiptir engu máli hvursu vel þið þekkið mig eða hversu langt það er síðan við töluðumst við seinast, piff, það er bara aukaatriði. Allir velkomnir!

Allavega, mín síða er http://www.myspace.com/annaharaldsdottir

Adiós!

Engin ummæli: