þriðjudagur, mars 20, 2007

Ryksugan á fullu

Ég verð seint talin snyrtipinni. Vissulega tek ég mín köst af og til og laga til, en þess á milli nenni ég því engan veginn. Akkúrat þess vegna er herbergið mitt allt á hvolfi í þessum rituðu orðum, en ég ætla að reyna að ráða bót á því seinnipartinn. Eftirfarandi færsla er afar lýsandi fyrir sjálfa mig enn þann dag í dag.


Mánudagur, 10. mars 2003

Ég þoli ekki að laga til í herberginu mínu. Það tekur svo langan tíma! Sérstaklega vegna þess að ég geri það bara á tveggja mánaða fresti. Undanfarna daga hefur mamma verið að segja “Jæja, kannski ættirðu bráðum að laga til í herberginu þínu!” Fyrst var ég alveg bara “Laga til í herberginu mínu? Af hverju? Það er svo fínt!” Í gær gekk ég inn í herbergið mitt. Á skrifborðinu mínu voru 3 hrúgur. Í fyrstu hrúgunni voru bækur. Í annarri hrúgunni voru nótur. Í þriðju hrúgunni var allt snyrtidótið mitt og skartgripirnir. Á gólfinu voru tvær hrúgur. Í annarri hrúgunni voru föt. Í hinni hrúgunni voru allir geisladiskarnir mínir, sem þremur vikum áður höfðu hrunið úr geisladiskastandinum. Á stólnum mínum var ein hrúga. Efst í þeirri hrúgu voru föt, og neðst voru bækur. Á hljómborðinu mínu voru tvær hrúgur, önnur með fötum og hin með nótum. Gítarinn minn var týndur, og hvar klarinettið hvar, ég hef ekki hugmynd! Og meira að segja á rúminu var ein hrúga, með fötum.

“Vááá, ég á svooo miiikið af fööötum!!!” hugsaði ég með sjálfri mér og fór að hugsa um af hverju ég ætti allt í einu svona mikið af fötum. Ég leit inn í fataskápinn. Hann var fullur af fötum! “Ó nei!” hugsaði ég. “Hvaðan kemur þetta eiginlega allt saman! Og allar þessar bækur! Where is my star!?!” Ég uppgötvaði að sennilega væri smá óreiða í herberginu mínu. “Jæja, best að byrja!” Ég gróf upp geisladisk úr geisladiskahrúgunni. Eftir þriggja tíma vinnu var verkið klárt, og fulli fataskápurinn minn var alveg smekkfullur. Ég leit ánægð yfir herbergið. Nú mun ég sennilega ekki fara þangað inn næstu vikurnar, herbergið er svo fullkomið og ég vil ekki drasla það aftur til! Life is so cruel!


Hafið það gott í dag! Bestu kveðjur, Anna Haralds

Engin ummæli: