Og þá er komið að gelgjufærslu dagsins:
Þriðjudagur, 25. mars 2003
Í dag er þriðjudagur. ÞRIÐJUDAGUR! Það er í miðri viku! Nei, ekki EINU SINNI í miðri viku, það er næstum því í byrjuninni á vikunni! Where is my star?
Venjulega er sundtími á þriðjudögum. En ekki í dag (´c,´) Sundlaugin var 25°C. BRRRR! Svo það var íþróttatími í staðinn! En ég þoli ekki heldur íþróttir... Og ég hafði engin íþróttaföt. Sorglegt!!! Ég var í síðu svörtu pilsi, grárri skyrtu og rauðum, flegnum bol. Hentugt. Ég fékk lánaðar stuttbuxur hjá vinkonu minni sem er ekki í sama bekk og ég. Strákarnir í bekknum mínum fóru í fótbolta. Stelpurnar í bekknum fóru í sund (!). Ég vildi hvorki fara í fótbolta NÉ í sund. Kennarinn sagði mér að fara niður í salinn, hlaupa á brettinu í 5 mínútur og fara svo og lesa Séð&Heyrt í setustofunni í íþróttahúsinu. DÁSAMLEGT!!!!
Eins og sést á þessari færslu var íþróttakennarinn alveg að gefast upp á mér. En hey, ég get ekkert að því gert að mér leiðast íþróttir... Njótið dagsins :) Knus og kram, Anna Björk
fimmtudagur, mars 22, 2007
Run, Forrest, run!
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, mars 22, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli