miðvikudagur, mars 21, 2007

Já já

Góðan daginn herrar mínir og frúr! Hér kemur gelgjufærsla dagsins:


Mánudagur, 17. mars 2003

Það kemur afar afar sjaldan fyrir að ég sofi yfir mig. EN stundum gerist það að ég vakna aðeins of seint. Eins og í morgun. Pabbi kom inn til mín klukkan 7:40 og spurði hvort ég ætlaði ekki í skólann í dag. “Ó sjitt!” hugsaði ég. Ég vakna venjulega klukkan 7:15. Ég hoppaði fram úr hlýju og góðu rúminu og hugsaði um af hverju ég hefði ekki vaknað fyrr. Ástæðan var augljós: Ég sofnaði aftur eftir að síminn hafði vælt! Nú var ég virkilega stressuð. Rútan myndi koma klukkan 8:05. Ég tók einhver föt út úr fataskápnum. Rautt pils og einhver bolur. “Ekki slæmt” hugsaði ég, því venjulega tekur það mig minnst 5 mínútur að ákveða í hvað ég ætla. Ég þaut inn á baðherbergið. Burstaði í mér tennurnar, málaði mig. Leitaði að einhverjum skartgripum. Fann tvö hálsmen, eitt armband og eitt ökklaband. “Ó nei! Af hverju týni ég alltaf úrinu mínu!?! MAMMA! Hvar er úrið mitt?” Ég fann það á píanóinu. Ég greiddi mér. Fann úlpuna mína, snjóbuxurnar, húfu, trefil og önnur hlý vetrarföt og klæddi mig eins hratt og ég gat! Rútan var einn kílómetra frá húsinu. Ég dró djúpt andann, í fyrsta skipti þennan morgun. Slappaði pínu af. Klukkan 8:05 gekk ég rólega út í rútuna, sem leggur sjö metra frá útidyrunum á húsinu mínu. Allt í einu varð þetta alveg eins og venjulegur dagur. Þetta reddast alltaf!


Vá, talandi um innihaldsríka færslu! Hafið það gott í dag og njótið veðursins heima á Fróni, múhaha! Bestu kveðjur, Anna sem týnir ennþá alltaf úrinu sínu á morgnana

Engin ummæli: