mánudagur, janúar 29, 2007

Jeg hedder Jens

Ég kann ekki dönsku.

Sjitt.

Ég var búin að skrifa langa færslu um dönsku og danskan framburð. Fyrir þá sem ekki vita er danskan erfiðasta evrópska tungumálið þegar það kemur að framburði. Ég var líka búið að skrifa niður ýmsar staðreyndir sem kennarinn sagði. Ég var líka búin að skrifa góða klausu um dönskukennslu á Íslandi. En svo spurði ég sjálfa mig "til hvers?". Og fann ekki neitt svar og strokaði færsluna út. Mamma og pabbi, ég segi ykkur þetta bara á skype :-)

Allavega, dönskuskólinn var æði. Reyndar sjöþúsund sinnum erfiðari en ég var búin að lýsa og það er 67% fall á fyrsta þrepinu... En ég gæti samt ekki verið þakklátari fyrir að fá tækifæri til þess að fara í þennan dönskuskóla og læra dönsku. En þetta verður púl og mun kosta blóð, svita og tár, en ég er samt svo hamingjusöm. Það er nefnilega ekki hægt að læra almennilega dönsku bara með því að fara á vinnumarkaðinn og taka þátt í félagslífi. Það er bara ekki þannig. Danska er svo miklu miklu meira en bara það sem maður heyrir. Oh, ég er svo glöð.

En ég hef svo sem ekki mikið meira að segja í dag, þarf að senda nokkra tölvupósta og svona og skella mér svo í rúmið. Ástarkveðjur, Anna sem verður bráðum snillingur í dönsku

Engin ummæli: