laugardagur, janúar 06, 2007

Stígum fastar á fjöl, spörum ei vorn skó

Níu dagar gott fólk, níu dagar! Og átta þar til ég fer suður...

Mig grunar þó sterklega að ég verði tæp á tíma með þetta alltsaman. Allavega á ég eftir að pakka mörgum tugum kílóa í töskur, skrifa ferilskrána mína, horfa á 10 þætti af Nikolaj og Julie, klára uppáhalds dönsku skáldsöguna mína (á dönsku að sjálfsögðu), reikna út fjárhaginn og vita hve skynsamlega ég þarf að eyða mínum peningum, senda nokkra tölvupósta, klára þrjár Rauðar ástarsögur, lesa eina þykka bók um reynslusögu konu sem lifði af þjóðarmorðin í Rúganda, klára upprifjun á dönsku óreglulegu sögnunum, lesa heila danska málfræðibók og skerpa á helstu atriðunum, laga til í herberginu mínu og ganga frá dóti...

Og þá er nú besti tíminn til þess að setjast niður og blogga! Jájá. Þetta reddast.

Hinsvegar hefst formlegt aðhald akkúrat núna. Ég borðaði víst aaaðeins of mikið af glassúrsnúðum í dag, og hafði ég hugsað mér að ná þeim af mér aftur ekki seinna en í kvöld. Held ég verði að dilla mér ansi mikið við Britney Spears ef það á að takast...

Best að fara og leggja sig. Adiós! Sykursukkkveðjur, Anna hin fatalausa sem á bara eina peysu og einar buxur.

Engin ummæli: