miðvikudagur, janúar 10, 2007

And when the sun goes down we are having fun

...'Cause there will be a party going on...
In the heat of the night we are having a fiesta, We dance until siesta when the sun comes alive...

Já, gott fólk, hljómsveitin Aqua (gerði m.a. lagið Barbiegirl frægt) á mikið upp á pallborðið hjá mér þessa dagana. Ég veit, ég veit. Ég hlustaði á þetta þegar ég var 10 ára, en hey, allt danskt er gott, sama þótt það sé sungið á ensku.

Hrafnhildur, þú hlýtur að hafa farið á Aqua-gelgjuna í gamla daga eins og ég! ;)

Allavega, það styttist í Danmerkurferð. 4 dagar þar til ég fer suður og 5 dagar þar til ég fer út! Hjálpi okkur allir heilagir.

Annars var ég að uppgötva það að ég á eftir að birta úrslit úr kommentakeppni desembermánaðar, sem og kommentakeppni ársins! Sú/sá sem vann keppni ársins má eiga von á óvæntum glaðningi frá Danmörku þegar ég hef fengið launaseðil og svona, hvenær svo sem það verður. Hins vegar ætla ég ekki að birta þessi úrslit fyrr en ég er komin út, því við erum ekki með ókeypis niðurhalskvóta hér í sveitinni og því ansi hæpið að eyða mörgum prósentum í að skoða gamlar færslur og telja kommentin. En þetta kemur allt með kalda vatninu, jájá.

Talandi um kalda vatnið.
Hvorfor hedder kalde vandet kalde vandet? Fordi noget skal man kalde vandet!

Nei, þessi færsla var öll í ruglinu.

Hafið það gott, älsklingarnir mínir! Bestu kveðjur, Anna Fiesta

Engin ummæli: