föstudagur, janúar 05, 2007

Så længe skuden kan gå, så længe hjertet kan slå

Tími til kominn að skutla inn einni færslu.

Ég fór inn á Akureyri í dag og gerði ýmsa nytsamlega hluti. Ég fór m.a. í sjónmælingu og er nú með sjónskekkju á báðum augun og eitthvað flókið á hægra auganu. Það er ekkert skrítið þótt jólaljósin hafi öll runnið saman fyrir augunum á mér! Síðan verð ég að minnast eina ferðina enn á það hvað ég dýrka konurnar í Geisla á Glerártorgi mikið. Ég fæ ALLTAF góða þjónustu þar ... Mæli tvímælalaust með Geisla ;)

Síðan hitti ég hana Elínu mína, í fyrsti skipti í 7 mánuði eða svo! Jahérnahér :D Ég náði þó bara að stoppa stutt, enda þurfti ég að mæta á aðra staði og láta einhverja lækna pota í mig. Doh.

Síðan eru rándýru Ecc0-sandalarnir mínir aftur orðnir nothæfir, jei! Ég sparkaði nefnilega í svo marga hurðastoppara í vinnunni í sumar, að festingarnar aftan á báðum skónum brotnuðu ... Vúps! En ég skellti þessu í viðgerð í dag, jájá.

Annars er harla fátt í fréttum. Friðrik litli bró er hinsvegar 8 ára í dag og í tilefni að því verður hér stóreflis barnaafmæli á morgun... Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þá fæ ég heimabakaða ekta súkkulaðiköku, en slíkt hef ég ekki fengið í 7 mánuði!.

En best að fara og beygja danskar sagnir! Við hittumst heil, khlh! Anna Haraldsdottir

Engin ummæli: