Hey, ég sá svolítið sniðugt á blogginu hennar Mörtu sem ég ætla að stela! Nei, ég ætla ekki að stela Mörtu sjálfri, heldur bara smá svona spurningalistum... Og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að snara þeim yfir á íslensku. Reyndar er enski orðaforðinn minn ekkert alltaf að brillera, og þar sem ég nenni ekki að hlaupa og ná í orðabók, þá ætla ég bara að giska á það sem ég veit ekki hvað þýðir. Ljómandi!
Árið 2006...
(Þú)
- Breyttistu? Nja, mér finnst það ekki...
- Breyttist fatastíllinn? Ég er að vinna í því, þetta kemur allt saman með hækkandi sól og rýmri fjárhag!
- Mest niðurdrepandi tími ársins: Eftir á að líta var það skólinn! Allavega miðað við allt hitt
(Ástin)
- Varðstu ástfangin/n? Uss jájá, oft og mörgum sinnum!
- Hver var sumarskotið þitt? Híhí, segi ekki :P
(Árstíðir)
- Uppáhaldsárstíðin: Sumarið í Svíþjóð!
- Versta árstíðin: Tjah, skólinn?
- Afmælið: Besta afmæli í heimi!!! Eyddi deginum í paradís á jörð!
(Lokaspurningar)
- Náðir markmiðum þínum: Ég náði allavega mörgum af þeim, jahú!
- Varst handtekinn: Nei, pff! Ég hefði samt getað verið handtekin, hehe. Eða kannski ekki. Ég fékk bara lánaðan einn stól og tvo svarta ruslapoka... Hefði tæpast verið sett í steininn fyrir það svona miðað við aðstæður, bwahaha! Og nei, ég segi ekkert meira um þetta mál...
- Kysstir strák/stelpu: Já uss, er maður ekki alltaf að kyssa stráka! Og kyssa stelpur, huhumm, telst þumalputtagerfikossinn okkar Lieku með?
- Varst skotin í einhverjum: Já, svoleiðis upp og niður
- Var sagt upp: Nei, iss, það gerir enginn svoleiðis!
- Fékkst slæmar einkunnir: Já, haha, fékk eina fimmu! En náði samt að semídúxa svo það skiptir ekki miklu máli :P
- Fékkst þér "myspace": Nei, ég veit eiginlega ekki hvað það er... Ég veit að það eru einhverjar síður, en hvað maður gerir við þær? Tjah...
- Þagðir yfir leyndarmáli: Já
- Sagðir frá leyndarmáli: Bara þeim sem ég mátti segja frá
- Gerðir eitthvað sem þú sérð mikið eftir: Nei uss, þetta var geggjað ár! :P
Krossalisti fyrir 2006:
Árið 2006:
(>) Sveik ég loforð (hálfur kross, því ég man allavega ekki eftir því, en það hlýtur samt að hafa gerst)
(x) Eignaðist nýjan besta vin (já, en það þýðir ekki að hinir bestu vinir mínir séu ekki bestu vinir mínir lengur!)
( ) Varð ég ástfangin (Huhumm, alls ekki ágengar spurningar, já neinei... No comment! Hehe).
( ) Hætti að vera ástfangin (Nei uss, hættir maður því einhvern tímann?
(>) Laug ég (Hálfur kross, allavega ekki mikið)
( ) Grét ég yfir brotnu hjarta (Hojhoj, hefur fólk gaman af því að hnýsast í einkalíf manns eða hvað? No comment, hnje!)
( ) Olli ég einhverjum vonbrigðum (Veit ekki)
( ) Bjó ég yfir leyndarmáli (Neinei, ég hef engu að leyna, hahaha)
( ) Þóttist ég vera hamingjusöm (Ég þurfti sko ekki að þykjast neitt!)
( ) Kyssti ég regnið (Nei, en ég bölvaði því allhressilega!)
( ) Svaf ég undir stjörnunum (Nei oj, ég er sko EKKI útivistarmanneskja! Og þó, þegar ég hugsa um það, kannski svaf ég undir stjörnunum... fyrir utan það að það voru engar stjörnur... humm)
(>) Stóð ég við áramótaheitin mín (Hálfur kross, já nokkur)
(>) Gleymdi ég áramótaheitunum mínum (Hálfur kross, svona þegar það hentaði...)
( ) Hitti ég einhvern sem breytti lífi mínu (Allavega ekki á einhvern afgerandi hátt sko)
( ) Hitti ég einhverja af fyrirmyndum mínum (Nei, en ég fékk mér allavega nokkrar nýjar fyrirmyndir og kastaði mörgum gömlum... Juu minn eini!)
( ) Breytti ég sýn minni á lífið (Neinei)
(>) Sat ég heima allan daginn og gerði ekki neitt (Bara suma daga þegar ég var þreytt)
( ) Þóttist ég vera veik (Nei, enginn tími til þess að vera veikur nú til dags!)
(x) Fór ég til útlanda (Já, oft oft og mörgum sinnum)
( ) Gafst ég upp á einhverju mikilvægu (Nei pff, maður gerir ekki svoleiðis)
( ) Týndi ég einhverjum dýrum hlut (Nei alls ekki)
( ) Lærði ég eitthvað nýtt um sjálfa mig (Nje, það held ég varla)
( ) Prófaði ég eitthvað sem mér líkar ekki vel við venjulega, en líkaði svo vel við það (Neinei, það held ég ekki)
(x) Breytti ég lífi mínu (Já uss, ég flutti til útlanda!!!)
( ) Fann ég út hverjir mínu raunverulegu vinir eru (Neinei, ekkert slíkt drama)
(x) Hitti ég frábært fólk (Ójá, ójá, ójá, ójá! Alveg helling!)
(x) Var ég vakandi þar til sólin kom upp (Já, miklu oftar en einu sinni og tvisvar!!!)
( ) Fitnaði ég yfir sumartímann (Neinei, það var bara um haustið sko)
(>) Grét ég yfir fáránlegum hlutum (Hálfur kross, telst sjónvarpið með?)
(x) Djammaði ég oftar en fimm sinnum (Uhhh já!!!)
(>) Var ég aldrei heima um helgar (Hálfur kross, sumar helgar var ég einhverjum þvælingi út og suður!)
( ) Lenti ég í umferðaróhappi (Neinei, ekekrt slíkt)
(x) Vingaðist ég við manneskju sem ég hélt ég myndi aldrei vingast við (Já, ætli það ekki bara!)
(>) Átti ég vini sem fjarlægðust mig (Hálfur kross, veit ekki, maður náttúrulega flutti til útlanda og svona)
(x) Fékk ég háan farsímareikning (Ái já!!! Upp á 15.000 kall eða svo... ojoj! En það var bara því ég flutti til útlanda, bjakk!)
( ) Eyddi ég mestum hluta peninga minna í mat (Nei, ég tími sko ekki að eyða mínum peningum í mat!!!)
(x) Fór ég á ströndina (Já, oft og mörgum sinnum)
(x) Sá ég fræga manneskju (Ó mæ gad, já! Fullt fullt af þeim! Ronan Keating, Carolu, Sven Ingvars og svo skrilljón til viðbótar!!!)
(x) Varð ég veik (Nei, ég hvorki tíma né nennu til þess að vera veik)
(x) Líkaði mér vel við fleiri en fimm manneskjur samtímis (Huh, já!!!)
(x) Varð ég nánari einhverjum (Jájá, svoleiðis hægri vinstri)
En jæja, best að fara og horfa á Nikolaj og Julie! Adiós! Anna den danske
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Fullt af allskonar gagnlausum upplýsingum
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Flokkur: Ísland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli