Í dag er ég búin að vera ákaflega dugleg.
Ég gerði mér t.d. ferð í bæinn og reddaði alls konar hlutum sem ég hef ekki nennt að standa í hingað til. Ég skellti mér síðan á pósthúsið, enda átti ég erindi þangað, og afgreiðslukonan sá að umslagið átti að fara til Íslands.
Eftirfarandi samtal fór fram á dönsku.
Afgr- Nú, Ísland? Já, það fór eins og það fór með handboltann, híhíhí.
Anna- Jahahá... (sagt sem grátstafinn í kverkunum).
Afgr- Já, við unnum.
Anna- Oh já, ég veit.
Afgr- Horfirðu á leikinn?
Anna- Já, ég fór á O-learys sportbarinn á Hovedbanegården og horfði á leikinn þar með svona 100 öðrum Íslendingum.
Afgr- Já, og var ekki stemning?
Anna- Jú, salnum var sko skipt í tvennt, öðrum megin voru Danir og hinum megin voru Íslendingar. Dúndur stuð sko!
Afgr- Já, og svo unnum við...
Anna- Já.
Afgr- Það gengur bara betur næst!
Anna- Já.
Í gærkvöldi fór ég í dönskuskólann. Þar spilaði orðið "ringbind" stórt hlutverk. Ringbind er á ensku ring-binder.
Og ég hafði nú aldrei í mínu lífi heyrt þetta orð áður og spurði því kennarann hvað í ósköpunum það þýddi. Þá breyttist bekkurinn í fuglabjarg og allir vildu segja mér hvað orðið "ring-binder" þýðir, því ALLIR vissu hvað það þýddi nema ég. Upp úr krafsinu kom að ringbind er járnhringirnir í möppum, sem sagt hringirnir sem maður lokar. Sá sem veit íslenska orðið yfir þessa járnhringi má láta mig vita hið snarasta, en sjálf hef ég aldrei heyrt að þessir hringir eigi sér eitthvert nafn. Hvorki á íslensku né öðrum tungumálum. Og hananú.
Og fyrst ég er farin að tala um "lélega" enskukunnáttu mína, þá spyr ég eins og asni: Af hverju hef ég á allri minni 19 ára æfi haldið að "afternoon" þýddi kvöld???
Ég hef greinilega lifað í mikilli blekkingu með það, því hér í Danaveldi er talað um afternoon sem tímabilið eftir hádegi og fram að kaffitíma. Ég bara skil þetta ekki. Ég heyrði þetta fyrst þegar ég hringdi í fyrsta skiptið í KISS (og talaði ensku) og konan sagði að ég gæti komið klukkan tvö in the afternoon... Og ég bara HA??? og hélt hún væri að ruglast, því það mætir enginn í viðtal klukkan tvö að nóttu til. Síðan hef ég heyrt þetta nokkrum sinnum eftir það skipti. Ég heyrði þetta svo í KISS í gær þegar ég gaf mig á tal við afskaplega myndarlegan gaur frá Mexíkó, og hann sagði að hann væri venjulega "in the afternoon-class" en ekki í þessum class, hann hefði bara fengið að skipta einn dag. Og ég bara HA??? og eftir smá útskýringar fattaði ég að afternoon-class er bekkurinn eftir hádegi, ekki á kvöldin, og þá skildi ég hvað hann var að meina.
Asnalegt á hæsta stigi.
Allavega. Kannski er best að ég hætti þessu blaðri og fara að vinda mér í heimalærdóm, sem tók ekki nema fimm klukkustundir fyrir seinasta tíma. Iss maður.
Bestu kveðjur, Anna Haralds
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Sjúddirallirei
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli