fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Lesandi ársins 2006

Fólk er farið að lengja eftir niðurstöðum úr kommentakeppni 2006, og er því ekki seinna vænna að birta niðurstöðurnar. (Hugsast getur að notendur InternetExplorer sjái ekki að fyrir ofan efstu myndina stendur "Sigurvegari ársins 2006 er" með stórum stöfum. Eins er textinn allur í klessu neðst í færslunni, og ég nenni ekki að pæla í því meira í kvöld).

Sigurvegari ársins 2006 er:




Elín Ósk Magnúsdóttir


Elín stóð sig með einstakri prýði og hafði alls 178 komment, eða tæplega hálft komment á dag. Óska ég henni innilega til hamingju með árangurinn með ósk um annað jafn kraftmikið ár! Má Elín eiga von á óvæntum glaðningi með póstinum þegar ég er búin að fá nokkra launaseðla. Lengi lifi!




2. sæti í kommentakeppni 2006:




Kristinn Björn Haraldsson

Kristinn litli bró stóð sig með eindæmum vel og hafði alls 124 komment, eða um eitt komment á þriggja daga fresti. Glæsilegur árangur alveg hreint, enda ekki við öðru að búast, hann hefur dugnaðinn frá mér... ;)




3. sæti í kommentakeppni 2006:



Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings
Hrafnhildur slóst í hóp dyggra kommentara nú í júní, og náði alveg ótrúlega góðum árangri á þessum stutta tíma: 116 komment var það heillin! Rétt tæplega eitt komment á þriggja daga fresti ef miðað er við allt árið, en rúmlega hálft komment á dag ef miðað er við byrjun júní. Stórkostlegur árangur svo ekki sé meira sagt!
Já, þannig fór nú það! Jafnframt má ég til með að nefna aðra kommentara sem stóðu sig með prýði, en Lilja Níels átti 89 komment, Björg María átti 58 komment, Baldvin átti 26 komment og Sólrún átti 24 komment. Þakka ég einnig öllum öðrum kommenturum kærlega fyrir kommentin, en alls kommentuðu 26 manns á bloggsíðurnar mínar tvær árið 2006. Kommentafjöldinn í heild var 691 komment, eða rétt tæp tvö komment á dag.
Ég þakka kærlega fyrir mig!!!
P.S. Ég biðst afsökunar á öllu myndastuldri og úrslit desember og janúar munu detta inn á síðuna nú á næstu dögum.

Engin ummæli: