Enn er netid á Ódinsgötunni bilad. Fussumsvei. Ef tad verdur enntá bilad á morgun, tjah, tá verd ég víst bara ad bída í nokkra daga í vidbót.
Svo virdist vera sem adeins of margt fólk hafi verid rádid til vinnu á vinnustad mínum tetta sumarid. Satt best ad segja er svo margt fólk ad vinna tar ad tad er svolítid svona happa-glappa hvort madur fái ad vinna eda ekki tessa dagana. Ég er ein af teim heppnu: Ég var ad koma úr fjögurra daga fríi í gaer og fae ad vinna heila trjá daga ádur en ég fer í frí. Sumir Núrjobbarar voru ad koma úr fjögurra daga fríi, fengu ad vinna í dag og eru svo aftur komnir í fjögurra daga frí.
Reyndar myndi ég aldrei í lífinu fara ad kvarta yfir of fáum vinnudögum, ónei! En ég gaeti hins vegar vel hugsad mér ad kvarta yfir peningaleysi... Já já. Oft á dag og alla daga. Í mörg, mörg ár. (Smá Karlakórinn Hekla hér á ferd!).
Já, margt er skrítid hér í Svíaveldi. T.d. fae ég ekki launin mín fyrir júní fyrr en um mánadarmótin júlí-ágúst, og gengur tad víst tannig fyrir sig á langtum flestum vinnustödum hér í Svíaveldi. Svo já, núna er ég komin ég komin í fjárhagslegt adhald, svona tar til eftir u.t.b. mánud ;) Reyndar er ég mun betur stödd heldur en margir Núrjobbararnir, sem lifa sumir hverjir eingöngu á núdlum og vatni og láni frá foreldrum sínum tessa dagana...
Í dag eftir vinnu (sem var búin klukkan trjú sökum verkefnaskorts vegna ofmönnunar) gerdist ég menningarlega sinnud og arkadi sem leid lá á borgarbókasafnid í mígandi rigningu med doppóttu regnhlífina mína (ég tímdi ekki ad splaesa í ferd med sporvagni... fjárhagslegt adhald, tid skiljid!) og heimtadi ad fá bókasafnskort. Ég hafdi eitthvad heyrt af tví látid ad bókasafnid sé tregt á ad láta Núrjobbara fá bókasafnskort, tví madur tarf víst ad dveljast í minnst trjá mánudi hér í Gautaborg til ad fá kort. Svo ég ad sjálfsögdu laug tví svona listilega vel ad ég myndi vera hér ad minnsta kosti fram ad jólum og rak sídan ökuskírteinid mitt og saensku kennitöluna mína upp í nefid á bókasafnskonunni og bad nádsamlegast um ad fá bókasafnskort. Kerla aetladi nú eitthvad ad ibba (ybba?) gogg og sagdist turfa ad sjá vegabréfid mitt, en ég hélt nú sídur! Enda er vegabréfid mitt einhversstadar vel og vandlega týnt undir stórri hrúgu af drasli á Ódinsgötunni... Og svo fór ad lokum ad ég fékk bókasafnskort á frekjunni einni saman, vúhú :D
Og tar sem ég er svo gífurlega bókmenntalega sinnud, tá dreif ég mig ad sjálfsögdu beint í unglingabókadeildina og tók tvaer "Eva och Adam" baekur ad láni :P Og ég er nú tegar búin med adra teirra (126 bls. á saensku, hallelúja!) og mun ad öllum líkindum klára hina á morgun...
En jaeja, best ad strunsa heim í rigningunni (er í lestarstödinni núna) og tékka á tví hvort Venla sé nokkud búin ad glata glórunni af leidindum yfir alveg einstaklega óspennandi sjónvarpsdagskrá... Eda kannski ég hoppi bara upp í naestu lest og skelli mér til Kaupmannahafnar? Vá, tad er svooo freistandi, tad fara svona fjórar lestir tangad á dag! Ekki tad ad ég hafi tad eitthvad slaemt hérna, ónei, en mikid óskaplega elska ég Kaupmannahöfn mikid :D
Hafid tad gott, elskid fridinn og kyssid á kvidinn og vonum svo ad sólin skíni á morgun :)
Anna Björk
mánudagur, júní 26, 2006
"Viiid skýin felum ekki sólina af illgirniii..."
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, júní 26, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli