miðvikudagur, júní 14, 2006

Trír kaffikanna, jájájá...

Kristinn litli bróðir minn er eflaust sá eini sem fattar brandarann í titlinum hjá mér. Ha ha ha, hvað þetta er ógeðslega fyndið :D
Og ég er orðin algjör gella, það get ég sagt ykkur! Hér í Gautaborg hef ég byrjað hvern einasta dag á því að mála mig alveg fullkomlega, velja alveg fullkomin föt miðað við veðurfar, velja alveg fullkomna skartgripi við fullkomnu fötin mín og gera hárið á mér síðan alveg perfect. Og Guð forði mér frá því að ég hlaupi í gáleysi mínu ómáluð út í Netto sem er 30 metra í burtu!


Ekki mjög gelluleg pósa... smá hvíldarpása í miðju búðarrápi

Já, ég er gella. Í gær keypti ég mérsvo mínípils við stæltu og brúnu leggina mína! (Það er by the way ekki fituarða á mínum leggjum, ég get svoleiðis svarið það!!! Já, íþróttaiðkun síðustu tvö árin, endalausar gönguferðir hingað og þangað, mótþróaskeið gagnvart notkun bíla, línuskautanotkun, stigahlaup og margt margt fleira hefur greinilega skilað einhverjum árangri!). Í morgun línuskautaði ég svo í vinnuna í öllu mínu veldi, vel léttklædd og í mínípilsi. Vá, það er svo gaman að vera ung :D

Nordstan, fremsta verslunarmiðstöð Svíþjóðar... nokkra metra frá íbúðinni minni ;)


Annars var ég nú bara í vinnunni í allan dag. Ég fékk 17 herbergi. Hvert herbergi tekur hálftíma. Vinnudagurinn á að vera 8 klst. You do the math... ;)


Nordjobbarar á róló

Spurning hvort maður eigi að hanga heima í kvöld eða hvort maður eigi að skella sér í Liseberg? Hmm, ég held ég hangi bara heima, það er nefnilega miklu svalara inni en úti :)

Ég í Vasaparken... held ég!

Og já. Vel á minnst. Hér í Svíaveldi þyki ég vera töff með eindæmum. Af hverju? Jú, allir sem ég hef hitt á förnum vegi og allir Nordjobbararnir segja að það að vera "son" og "dóttir" sé bara það flottasta sem hægt er að hugsa sér! Og öll vildu þau heita son eða dóttir! Hmm, ég hef nú ekki pælt þannig í þessu áður, að það sé alveg ÓGEÐSLEGA svalt að vera son eða dóttir, þó hef ég eitthvað heyrt um það í "gegnum árin" en hélt að fólk væri bara mestmegnis að reyna að finna eitthvað fallegt til að segja um Íslendinga... En nei, fólk virkilega dýrkar þetta og lítur liggur við upp til fólks sem heitir son og dóttir! Sem er nú ekki amalegt ;) Enda hef ég alltaf borið mitt "Haraldsdóttir" með stolti, það er nefnilega ekki amalegt að vera dóttir hans pabba míns :D

Og já. Það virkar að senda mér póst á:
Anna Björk Haraldsdóttir
Odinsgatan 24B
411 03 Göteborg
Sweden

Ég var nefnilega aldrei viss um hvort það væri hægt að senda mér eitthvað beint hingað í Óðinsgötuna, því það eru svona 12 íbúðir sem heita Odinsgatan 24B í þessu húsi hérna ;) En hin gáfaða ég ákvað að láta á það reyna og bað þess vegna bankann minn hérna úti um að senda mér nýja og útlenska maestro-kortið mitt hingað beint inn um bréfalúguna, og svei mér þá, ég fékk kortið mitt inn um bréfalúguna í dag! Vúhú! :D Reyndar svona eftirá að líta var það kannski ekki mjög sniðugt að gera svona póst-tilraunir á nýja debetkortinu sínu... Ég meina, það hefði nú alveg getað týnst ;) Svo mamma og pabbi, setjið ykkur í startholurnar beint fyrir framan heimabankann og ekki millimetra fjær! Því um leið og ég fæ mér frídag á virkum degi (gætu liðið einhverjar vikur þangað til) þá fer ég og læt virkja kortið mitt og þá megið þið millifæra pening af íslenska reikningnum mínum... ;) Ekki það að mig vanti peninga núna sko, það er allt svo ódýrt hérna að ég eyði varla krónu!!!

Núrjobbarar :) (Nordjobbarar)

Og já, ó þið kæru lesendur, nú vantar mig aðstoð ykkar. Á laugardaginn verður "tungumálamaraþon" hjá Nordjobburunum. Nordjobbhópurinn í heild sinni þessa stundina samanstendur af mér og svona 20 Finnum. Já, ég er eina manneskjan sem EKKI er finnsk! En já. nú bið ég ALLA lesendur þessa bloggs, vini jafnt sem óvini (ha ha, djók, ég á enga óvini, þetta er bara svo flott laglína með Pöpunum!), kunnuga jafnt sem ókunnuga, um að skrifa a.m.k. eina setningu (á íslensku) í komment hjá mér sem gaman væri að kenna Finnunum að segja. Koma svo! Þið megið skrifa nafnlaust eða undir dulnefni ef þið viljið ekki að ég viti að þið skoðið bloggið mitt...

Venla

Kveðjur úr Svíaveldi, Haraldsdottir Anna (já, núna heiti ég Haraldsdottir Anna, samkvæmt nýa debetkortinu mínu!).

Haraldsdottir Anna

Engin ummæli: