föstudagur, júní 09, 2006

Sænskusnillingur

Munið þið eftir því í "gamla daga" þegar fólk var alltaf að bítta öllu? Bítta körfuboltamyndum, bítta poxi, bítta Spice Girls myndum... Já, gleðifréttir, því nú get ég bíttað rúmum!!! Og lömpum!!!

Neinei sagan er nú sú að maður "bíttar" á rúmunum þegar maður skiptir um sængurföt og maður bíttar á lömpunum þegar maður skiptir um ljósaperu upp á svenska tungu. Afskaplega sniðugt.

Já, ég er sem sagt byrjuð í vinnunni, og er búin með fyrstu þrjá dagana. Fyrstu þrír dagarnir fara einmitt í það að maður fær "lærimeistara" sem kennir manni allt um hótelherbergjaþrif. Fínt, flott og frábært! Tjah, kannski ef litið er framhjá þeirri staðreynd að alla þrjá dagana fékk ég lærimeistara sem tala ekki ensku... Svo ég lærði bara allt upp á svensku! Ég nefnilega skil svo gott sem alla sænsku ef hún er töluð úberhægt, það er ekkert mál. Og svo er ég búin að læra alveg fullt af nýjum og skemmtilegum orðum á þessum þremur dögum: Städningsrum (herbergi sem fólk býr í en á að þrífa), avresarum (herbergi sem er tómt), dammsuga (ryksuga), damma (þurrka ryk af einhverju), tvål (sápa), snabbare (sneggri, mikið notað á mig í vinnunni, ha ha) og svo miklu miklu meira sem tengist þrifum á hótelum á einn eða annan hátt. Frábært. Ég get talað um þrif, en ég hef ekki orðaforða í að tala um veðrið.

Ég eldaði mér hamborgara í Odinsgatan... dugleg ;)


Annars verð ég nú að segja það, að þetta er alveg geggjaður vinnustaður!!! Vá, segi ég nú bara! Þvílíkur starfsandi fyrirfinnst ábyggilega ekki á neinum stað í heiminum og þótt víðar væri leitað! Úff. Það er alltaf allir brosandi, og maður segir "hej" við gjörsamlega og fullkomlega alla starfsmenn sem maður mætir einhversstaðar á hótelinu... Fólk segir brandara non-stop og hlær að öllum sköpuðum hlutum... Enn sem komið er þekki ég nú reyndar ekki marga á hótelinu, en margir virðast þó vita hvað ég heiti? Hmm.
Margir standa líka pikkfastir í þeirri trú um að ég sé Finni. Enda eru líka að koma um 30 Finnar að vinna þarna í sumar, svo það er kannski ekkert skrítið. Það var líka sagt við mig í dag: "Ó, ég hélt þú værir finnsk, því þú talar svo finnska sænsku!". Ha ha. Frábær Anna! En ég er sko enginn Finni, jag er en islänning! ;)

Góðar pósur alltaf hreint ;)

Og já. Ég "má ekki" tala ensku í vinunni. Alltaf þegar ég byrja að tala á ensku, spyrja um hitt og þetta, hrópar UNDANTEKNINGARLAUST einhver: "Nej, hun forstår svenska! Du måste prata svenska med henne!". Annars eru nú ekkert margir enskumælandi í þrifadeildinni á þessu hóteli. Flestir eru inflytjendur og tala reyndar allir sænsku, en t.d. í einum matartímanum í dag (þegar ég sat á borði fullu af fullorðnum konum...) þá gaf þar á að líta eina íranska konu, eina frá Malaví, aðra frá Taíwan, eina frá Kína og eina pólska og eina frá einhverju Asíulandi sem ég man ekki hvað er. VÁ! Og þær eru ekkert endilega að vilja læra ensku, því núna eru þær í Svíþjóð og þá læra þær sænsku. En annars er nú eitthvað af ungum Svíum þarna, talaði t.d. við einn í dag þegar ég TÝNDI BÆÐI SJÁLFRI MÉR OG LÆRIMEISTARANUM Á HÓTELINU!!!

Já, það er nú saga að segja frá því, ekkert merkileg samt sko :) En já. Lærimeistari minn var írönsk kona sem hefur búið á landinu í átta ár. Klukkan korter yfir eitt ákváðum við að það væri kominn tími á lunch (berist fram sem lúnhghg, æ svona kokhljóð) og ég fór í matsalinn en hún fór eitthvert annað því hún var með nesti. Og mér fannst hún endilega segja að við ættum að hittast klukkan tvö. Og svo varð klukkan tvö og ég búin að borða hádegismat með gaur sem heitir David (berist fram sem Dovid). Það var bæ ðe way mjög furðulegur matartími því samtalið fór svona:

Anna: Hej! Kann jag sitta här hos dig?
David: Javisst! (Geðveikt hress)
Anna: Hvad heter du?
David: Hvad säger du?
Anna: Hvad heter du?
David: Jag heter David. Og du?
Anna: Hvad säger du? Du måste prata langsamt for jag kommer från Island.
David: Hvad heter du?
Anna: Jag heter Anna. Hur gammel er du?
David: Hvad säger du?
Anna: Hur gammel er du?
David: Jag er 17. Og du?
Anna: Jag er 18, nästan 19 år.
- Smá þögn-
David (mjög æstur): Hur många rum har du städat (þrifið)?
Anna: Hvad säger du?
David: Hur många rum har du städat?
Anna: Det er bara dag nummer 3, så jag har städat 5. Og du?
David (mjög hreykinn): Jag har städat 9 :D

Og þar með var samtalinu lokið. Ég hafði ekki orðaforða í meira spjall og hann hafði ekki hugmyndarflug.

En aftur að mér villtri á hótelinu. Klukkan varð tíu mínútur yfir tvö og ekkert sást í lærimeistarann, en ég vissi að við ætluðum að þrífa eitt herbergi á hæð númer 18 (sem var ekki okkar hæð) og klára síðan það sem eftir var á hæð 20 (okkar hæð). Í mjög stuttu máli sagt, þá hissaði ég mig upp á 20. hæð (hissa=lyfta), hitti þar um tvítugan gaur að nafni Fredrik sem sagði samstundis "Hej Anna" þrátt fyrir að ég minnist þess ekki að hafa séð hann áður (ég er ekki enn það hátt sett að ég beri nafnspjald), spjallaði smá við hann, hissaði mig niður á 18. hæð, læsist "úti" og komst ekki aftur í lyftuna, fékk konu til að opna fyrir mig, hissaði mig upp á 20. hæð, talaði meira við Fredrik, ákvað að taka brunastigann niður á 18. hæð, komst ekki inn um dyrnar á 18. hæð og komst heldur ekki aftur inn um dyrnar á 20. hæð, bankaði og Fredrik kom og bjargaði mér.

Og þá var klukkan orðin 14:20 og lærimeistarinn kom afskaplega rólegur upp með lyftunni. Við ætluðum sem sagt ekki að hittast fyrr en klukkan 14:20... Vúps!

En já. Ég keypti mér línuskauta í gær, því lappirnar á mér voru að gefa sig. Bæði iljarnar því ég var búin að ganga marga tugi kílómetra á nokkrum dögum og hnén á mér, sem höndluðu ekki meira. Þessa glæsilegu línuskauta keypti ég á 199 SEK í dótabúð sem er í Nordstan (frekar stórri verslanamiðstöð 7 mínútur frá Odinsgatan) og ég elska þá. Einhver má samt segja mér hvernig í fj***anum ég á að stoppa í brekku... Sem betur fer er Gautaborg tiltölulega flöt...

Flottu línuskautarnir mínir :D

Og í morgun vakti ég, tjah, við skulum bara segja ÞÓNOKKRA athygli þegar ég rúllaði mér svona líka fínt eftir göngunum (á starfsmannahæðinni) þegar ég mætti til vinnu í morgun... Því, ótrúlegt en satt, þá eru nánast engir á línuskautum í Gautaborg!!! Ég fékk alveg fullt af kommentum á sænsku frá öllum sem ég rúllaði framhjá og ég sagði bara "Jaja!" því ég skildi náttúrulega ekki boffs ;)

Og síðan rúllaði ég mér inn á husfrurkontoret, miðstöðina þar sem öllu þrífingarliðinu er stjórnað og yfirmenn mínir eru allan daginn. Ég geymi fötin mín þarna inni því ég á engan skáp enn sem komið er. Eftirfarandi samtal átti sér stað þegar ég rúllaði inn í öllu mínu veldi og sýnir þetta samtal jafnframt hversu gífurlega góð ég er orðin í að tjá mig.

Yfirm: Nej, hvad har du der!!!
Anna brosir bara.
Starfsm: Nej, det måste være svårt! Þetta hlýtur að vera erfitt!
Anna: Nej, det er veldig trevligt! Nei, þetta er mjög gaman!
Yfirm: Nej, det måste være svårt! Nei, þetta hlýtur að vera erfitt!
Anna: Nej, det går mycket bra! Nei, þetta gengur mjög vel!
Starfsm: Men det måste jo væra livsfarligt! En þetta hlýtur að vera alveg lífshættulegt!
Anna: Nej, det går mycket bra, det er veldig trevligt!

Og svo skyldi ég ekki meira og brosti bara.

Jæja, vá, ég gæti bloggað í allan dag og alla nótt, en nú er tími til kominn að fara að sofa, má nú ekki halda vöku fyrir Venlu í alla nótt ;)


Ég og Venla

Hafið það mycket bra, elsku ástarpungarnir mínir! :D
Anna hin ofursænska

Engin ummæli: