Dísús, ég botna hreinlega ekkert í þessu reikningsdæmi! Hvernig getur það eiginlega staðist að eftir að skólanum mínum kæra var lokað og ég fékk loksins allan heimsins frítíma eftir vinnu dag hvern, að ég sé uppteknari en nokkru sinni fyrr!?!
Ófattanlegt hreint út sagt. Og þó, því nú þarf ég nefnilega að vinna upp níu mánaða slugs í að raða mikilvægum pappírum, þrífa eldhússkápa, laga til í fataskápnum, hreinsa til á korktöflunni minni, fara í gegnum gamlar kvittanir, hreyfa mig, senda að minnsta kosti þúsund og eitt e-mail, gera við föt, reyna að komast til botns í þvottakörfunni (í öllum mögulegum skilningi!), hugsa um útlitið, gera fjármálaplön, fara í bankann, fara í passamyndatöku, gera dauðleit að almennilegu kóngulóaeitri, rækta félagslegu hliðina, djamma, fara á msn, laga til í tölvunni minni, setja saman saumvélina mína, fara í gegnum myndir, elda mat, fara með föt í Rauða krossinn, tala í símann, fara að huga að jólagjöfum, kaupa skvísuföt á sjálfa mig, rifja upp allt dönskunámsefnið mitt, lesa frægar danskar bókmenntir, kynna mér konungsfjölskylduna, laga til, laga til, laga til og kaupa fleiri herðatré...
Og nú verð ég að hendast niður í kjallara og taka fötin mín úr þvottavélinni, græja útlitið pínulítið og fara svo að sofa, er frekar þreytt eftir kvöld-hlaupatúrinn minn sem fór á þá leið að ég villtist hérna í næstu götu...
Skrifa. aftur. seinna. Ef. ég. orka. Goodnight! Hilsen, Anna sem er á slankekúr og fegrunarkúr margskonar
P.S. Ég þakka kærlega fyrir öll kommentin upp á síðkastið þrátt fyrir afar fáar færslur, þið eruð æði :)
mánudagur, október 15, 2007
So much to do - so little time!
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, október 15, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli