Ég dreg seinustu færslu til baka. Gærkvöldið var gargandi snilld!
O jújú, allt stefndi í arfaslakt laugardagskveld þarna í gær, en það breyttist snarlega þegar mér tókst á seinustu stundu að redda mér númerinu hjá Lindu og dró hana með mér á djammið. Þar var ákaflega mikið stuð og ákaflega mikið drukkið... Við gerðum líka allnokkuð margar tilraunir til þess að dansa, en gáfumst yfirleitt fljótt upp því gaurarnir létu okkur ekki í friði! Þeir gjörsamlega snérust í kringum okkur eins og mý á mykjuskán (yfirleitt ekki slæmt, en uhh, segi ekki meir...) og því þurftum við alltaf að fara á barinn til þess að fá okkur meira að drekka til þess að losna við gæjana.
En svo hittum við skemmtilega gæja líka sem fannst við svaka sætar og ég kom þeim upp á bragðið með Razz í Sprite (á la Hildur Eva) og þeir jósu/usu (ausa í þátíð?) í okkur drykkjunum, sem var ágætt því við vorum fyrir löngu búnar með peningana okkar...
En ég er samt búin að fatta eitt! Rauðir hælaskór eru greinilega að gera sig! A.m.k. hefur síminn afar mikla tilhneigingu til þess að fyllast af allskonar símanúmerum eftir djamm á rauðum skóm... Gerist aldrei á gráu hælunum mínum eða stígvélunum, humm... En já, rauðir skór eru málið. Eftirfarandi samtal átti sér m.a. stað (á dönsku) í gær:
Gaur: Hæ, ég sá þig á dansgólfinu áðan, vá, strákarnir gjörsamlega snúast í kringum þig!
Anna: Ja, heddna, ég veitiggi alleg kað er málið eilla!
Gaur: Ekki???
Anna: Nei, e skiledd'ki.
Gaur: Líttu í spegil!
En nú verð ég að fara og laga til. Hilsen, Anna sem er absolút ekki að safna ryki viljandi...
sunnudagur, október 21, 2007
Jamm-jamm
...sagði
Anna Bj.
-
sunnudagur, október 21, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli