Jæja, ég held ég skuldi ykkur smá myndafærslu! Það verður reyndar að segjast eins og er að ég er ekki neitt óskaplega dugleg við að taka myndir, en hér kemur smá svona samtíningur handa ykkur.
---Þessi mynd er frá því 21. september þegar verið var að undirbúa sig fyrir djamm. Hér gefur á að líta Hildi Evu, blöndunarmeistara með meiru
Mín að prófa styrkleikann
Þurfti líka að prófa Hildar drukk
Aðeins búnar að punta okkur - og Hildur bytta með drykk í hönd, skömmin atarna. Razz i Sprite bregst ekki ;)
Ég átti nú líka að vera á þessari mynd sko, feilaði pínu... samt flott mynd, vissi nefnilega ekki að ég væri svona loðin á upphandleggjunum :o)
Eins gott að við vorum búnar að æfa þennan svip vel og vandlega, hefðuð bara átt að sjá fyrstu tilraun... tók sko langan tíma að ná svona góðri mynd! ;)



Hildur að spjalla við sæta gaura - mér sýnist ég líka aðeins þurfa að laga til á skrifborðinu mínu...
Núnú, svo komu mamma, pabbi og Friðrik litli bró í heimsókn eina helgina. Var það heljarinnar stuð, en eitthvað var ég löt með myndavélina... hérna kemur afraksturinn:


Og svo fór ég náttúrulega í mótmælagöngu að mótmæla lokun skólans míns. Ekki var ég dugleg með myndavélina í því strunsi, því ég var svo upptekin við það að garga mig hása...




---
Og svo eitt kvöldið skömmu fyrir miðnætti fór ég inn á bað til þess að bursta tennur, svona eins og vera ber. Þá sá ég allt í einu þá langstærstu og viðbjóðslegustu kónguló sem ég hef augum mínum litið skríða eftir gólfinu! Ég hélt fyrst að þetta væri laufblað, en svo var nú aldeilis ekki. Hjartað missti úr ansi mörg slög og ég hoppaði eins hratt og ég gat fram á gang. Þar stóð ég og skalf og nötraði í nokkrar mínútur og reyndi að hugsa upp góðar aðferðir til þess að stúta ógeðinu. Þrátt fyrir að vera orðin ansi sjóuð í kónuglóadrápum, þá ákvað ég að sum vandamál hefði ég einfaldlega engan áhuga á að leysa og bankaði því upp á hjá Dananum sem leigir herbergið við hliðina á mínu. Ég gleymdi allri minni dönsku í geðshræringunni og bunaði því út úr mér þegar maðurinn opnaði dyrnar: "There is a really really really really really REALLY really really big spider in the bathroom and I can't kill it 'cause it's so really really really really REALLY really big!!!" Daninn (sem ég veit nú annars ekki hvað heitir en hefur samt búið hérna í fjögur ár og ég hef bara séð svona 6 sinnum síðan ég flutti hingað) var nú ekki lengi vippa sér fram á bað og líta á flykkið. Ég stóð hjá og nötraði og spurði svo með skjálfandi röddu hvort ég ætti ekki að ná í glas eða einhver álíka veiðitól, en maðurinn stökk þá inn í herbergið sitt og náði í ostadall og ég stökk inn í herbergi og náði í myndavél.


---
Jæja, á föstudaginn seinasta fór ég svo í seinasta skiptið í dönskuskólann minn til þess að segja bless við kennarann og kunningjana. Haldið var á kaffihús eftir skólann þar sem við vorum nokkur og drukkum kaffi og kakó og skemmtum okkur konunglega, allt þar til ég ákvað að ég þyrfti að fara heim, því ég var nefnilega að fara á skrallið með henni Hildi skvís.
---
Og svo tókum við Hildur okkur til heima hjá mér, og fórum svo og máluðum bæinn æpandi rauðan!!! Ég get svoleiðis svarið þetta, þetta kvöld var bara rugl gaman og trónir á toppnum yfir skemmtilegustu djömm ársins! Ég ætla þó ekki að fara út í nein smáatriði (hósthósthóst) en get þó með góðri samvisku nefnt hraðamet í drykkju og hegðun eftir því, Færeyinga sem fannst við svo miklar gellur að þeir ákváðu að elta okkur á skemmtistaðinn "okkar" eftir að hafa farið og sagt hæ við félaga sína á öðrum skemmtistað, heita dansa uppi í gluggakistum, heita gaura, 7-eleven, og svo náttúrulega þegar ég þóttist kunna að dansa salsa... að ógleymdu öllu fólkinu sem við Hildur spjölluðum við á klósettinu og dönsku stelpunum sem eru að fara að leika á leiksýningu á Húsavík eftir viku, og svo heppilega vill til að Hildur sem er Húsvíkingur verður akkúrat á Húsavík þá... lítill heimur!!!

---
Nú jæja, eftir þriggja tíma svefn hjá sumum og fjögurra tíma svefn hjá öðrum (vorum komnar í rúmið klukkan rúmlega sex um morguninn) fórum við á fætur og röltum út í bakarí. Síðan lá leiðin niður í bæ þar sem við hittum Lindu nokkra og fórum í heljarinnar búðarráp.
Hildur hin ósofna var orðin þreytt í H&M og fann sér þennan líka fína stól
Ég og Linda
Ég og Hildur, myglaðar og sætar
---
Eftir búðarrápið ákvaðum við Hildur og Linda að gerast menningarlegar og skella okkur á sýningu. Við skulum nú ekkert vera að tala um hvernig sýning þetta var á svona opnum og fjöllesnum vef, en var hún þó kennd við orðin kyn og líf og samanstóð af sölubásum í heillri íþróttahöll fullum með allskonar, tjah, hjálpartækjum... og svo má ekki gleyma strippsýningunni! Jújú, lifandi sýning skal ég ykkur segja, verst bara að það sannaðist í seinustu færslu að nakið kvenfólk gerir ekkert fyrir mig...
Þarna var Natalía ennþá í fötunum, en það fór nú ekki mikið fyrir þeim í lok sýningarinnar...
---
Sunnudagurinn (gærdagurinn) var svo algjört æði. Dagurinn byrjaði reyndar á sunnudagsvakt í vinnunni, en eftir það skellti ég mér upp í lest og brunaði heim til Hildar. Þar var hún búin að elda handa mér lasagne og allegræ ásamt guðdómlegum eftirrétt! Ohohoh, gott fyrir línurnar ;) Verður sko pottþétt endurtekið aftur!!!
---
En nú má ég ekki vera að þessu lengur, við hittumst heil! Hilsen, Anna la salsa
Engin ummæli:
Skrifa ummæli