Uss, ég stend mig ekki í þessu, færslurnar verða bara færri og færri með hverjum mánuðinum sem líður! Spurning hvenær maður hætti þessari vitleysu eiginlega...
Annars er allt ljómandi að frétta, enda svo sem ekki við öðru að búast. Alltaf stuð hér í Köben, maður er alveg upptekinn upp fyrir haus í að taka á móti gestum og fleiri skemmtilegheit!
Mamma og pabbi og Friðrik litli bró voru t.d. hérna um helgina og gerðum við margt okkur til dundurs. Fórum t.d. á stórskemmtilegt vísindasafn þar sem ég komst meðal annars að því að heilinn í mér bregst ekki við því að sjá nakið kvenfólk en fer á fullt við að sjá rússíbana og eiturslöngur... Mikið var nú gott að fá staðfestingu á því! Einnig skruppu sumir aaaðeins í búðir, kíkt var á nokkra túristastaði, farið var í heimsókn í herbergið mitt góða sem og í vinnuna mína... Ásamt ýmsu öðru. Og ekki má gleyma öllu því sem komið var með til mín frá Íslandi, hohoho! Þetta var eins og jólin bara! Hérna kemur listinn:
- Gult seríos! Ekki einn pakki eða tveir, heldur þrír gulir og stórir og fallegir og fullkomnir að öllu leyti! I'm in Heaven :D
- Royal búðingur! Heilir átta pakkar, tveir með hverju bragði! Ætti að endast nokkuð fram að jólum ;)
- Rúmföt, elsku elsku rúmfötin mín! Fyrir þá sem ekki vita, þá veit ég ekkert skemmtilegra í heiminum en að eiga og skoða flott rúmföt... Reyndar komst bara brotabrot með ofan í töskuna, seríosið tók svo mikið pláss og ég á nú ekki beint fá sett af rúmfötum...
- Útsaumsmyndin mín! Búin að sakna hennar mikið :) Verð sennilega búin með hana fyrir þarnæstu jól...
- RAUÐA ÁSTARSERÍAN!!! September-pakkinn 2007, fjórar bækur alls!!! Ef það var ekki bara það besta í heimi þá veit ég ekki hvað! Fyrir þá sem ekki vita, þá er ég mikill og innilegur aðdáandi Rauðu ástarseríunnar, sérstaklega finnst mér sjúkrahússögurnar skemmtilegar...
- Lýsi, íslenskt hákarlalýsi! Treysti ekki lýsi úr dönskum fiskum...
- Sokkar með íslenska fánanum á! Ohohoh, þá hættir fólk kannski að halda að ég sé Svíi eða í sumum tilfellum Færeyingur...
- Ágætur skammtur af snyrtiblaðinu góða! :D Ef maður er ekki húkt á þeim ósköpum þá veit ég ekki hvað! Já, það er ekkert grín að læra að verða pía...
- Hollenska orðabókin mín dásamlega! Var farin að sakna hennar afar sárt :D
- Prjónasokkar og prjónavettlingar frá ömmu Steingerði á Grænavatni! Tekið í notkun med det samme!
En já, æðisleg helgi að baki og myndir verða birtar síðar :)
Hins vegar er ekki alveg jafn æðislegt að dönskuskólanum mínum verði lokað núna á föstudaginn... Gæti sagt margt ljótt um Kaupmannahafnarkommúnu akkúrat núna, já, ég bölva því sveitafélagi bara í sand og ösku! Margt búið að ganga á sem ég nenni ekki að rekja hér ég efast um að einhver hafi áhuga á svona pólitískum málum, en það verður allavega haldin mótmælaganga miðvikudaginn 3. október klukkan 11 frá Nörrebrogade 32 og niður á Ráðhústorg... Fjölmiðlar eru komnir í málið og allskonar, vona að ég nái að býtta á vakt við einhvern úr vinnunni svo ég geti mætt í gönguna, langar svo í mynd af mér í dagblöðin þið skiljið... En hér eru allavega síður sem þið getið skoðað þótt þið skiljið ábyggilega hvorki upp né niður í þessu þar sem ég nenni ekki að útskýra forsögu málsins eins og stendur:
# Opið fjölmiðlabréf frá skólastjóra KISS (skólans): http://www.kisscontinue.dk/
# Upplýsingasíða nemendanna sem nú berjast hart fyrir skólanum: http://www.kissdk.blogspot.com/, eins eru e-mail grúppur í gangi sem almenningur hefur ekki aðgang að
# Það sem nemendurnir krefjast sé skólanum lokað sem og aðrar upplýsingar til mótmælenda: http://wewantakiss.wetpaint.com/
# Politiken segir frá annarri hlið málsins: http://politiken.dk/indland/article387138.ecehttp://politiken.dk/indland/article387138.ece
# BT-blaðið segir eins frá: http://www.bt.dk/article/20070928/pcindland/709280365/
# Sömu sögu er að segja með Berlingske tidende: http://www.berlingske.dk/article/20070928/danmark/709280353/
Eins hefur málið komið fram í sjónvarpsfréttum á einhverjum stöðvum.
Reyndar er ég nú búin með þennan blessaða skóla fyrir utan einhver próf sem ég tek í lok árs, en þau get ég tekið úr öðrum skóla svo þessi lokun skólans hefur engin áhrif á mig þannig séð... En það er sama, þá á nú ekkert að loka skólanum þrátt fyrir það...
En jæja, ég verð að fara og klára ástarseríubók! Hilsen, Anna the busy
mánudagur, október 01, 2007
Nóg að gera
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, október 01, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli