Já uss, hver haldið þið að sé að standa sig eins og hetja í blogginu!
Hið nýja líf mitt stórkostlegt. Ég reyndar vinn aðeins of mikið (er formlega í meira en 100% vinnu þessa stundina, yfirvinnukaup jess jess!) en það er nú ansi nauðsynlegt þegar maður er að safna peningum. Þar sem plön mín segja að ég ætli í háskóla næsta haust (allar uppástungur um hvað ég að læra eru vel þegnar í kommentum, takk) þá er ég í augnablikinu að spara fyrir óhugnalega mörgum hlutum. Ég er m.a. að safna mér fyrir nýrri fartölvu, nýjum gemsa, i-pod, flugferð heim um jólin, fleiri stígvélum, nýjum snjóbuxum (Elín, ég nota ennþá þínar...), heillri búslóð (er númer 2438 á biðlista eftir kollegíi, og vantar allt í búslóð nema þvottagrind, kaffivél og buxnaherðatré), jólagjöfum, klippingu og litun, tryggingagjaldi fyrir kolleggíið, og svo þarf ég að eiga sjóð til þess að geta haldið mér uppi frá ca. október-janúar eftir ár (þarf samt aðeins að pæla í þessu með SU og LÍN) og svo má ekki gleyma öllu snyrtidraslinu sem mig langar í og sumarfötum næsta sumar... Kræst.
En fyrir utan mikla vinnu er allt gott og blessað. Kaffihúsahittingur á morgun, ýmsir hittingar um helgina (þríbókaði óvart hjá mér laugarskvöldið, æjæj) og svo kemur svoleiðis strollan af gestum hingað til mín í byrjun nóvember! Eða er það ekki rétt að þar sem tveir koma í heimsókn þar er strolla? Allavega heyrist mér á öllu að Baldvin sé á leiðinni hingað í blábyrjun nóvember, og svo kemur hún Hrafnhildur skvís hingað skömmu eftir það. Það er nottla bannað að fara til Köben án þess að hitta mig!!! Ég býð m.a. upp á kaffi úr kaffivélinni minni (sem er ennþá í kassanum því ég drekk óvart ekki kaffi, en þessi kaffivél var bara á svo assgoti góðu tilboði) og gædaðan túr um Kristjaníu...
Og svo er planið að finna sér þvottahús einhversstaðar, þar sem þvottavélin hér á bæ gaf óvart upp öndina (ekki mér að kenna, ég sver!) og ég er hér um bil orðin nærfatalaus með öllu... Fer bráðum að tvínýta! Nei djók, lít frekar á þetta sem tækifæri til þess að endurnýja fataskápinn með góðri samvisku ;)
En nú verð ég að fara að sofa, margt í gangi framundan :)
Goede nacht, dag! (Já, pínu hollenska fyrir svefninnn...). Groeten, Anna van Denemarken
miðvikudagur, október 24, 2007
Oh my darling
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, október 24, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli