Í fréttum er þetta helst:
# Síðustjóri er loksins búinn að uppfæra "á döfinni" hér til hliðar, svo æstir lesendur geti fylgst með helstu stórviðburðum.
# Ný skoðanakönnun hefurlitið dagsins ljós. Hún átti reyndar að vera aðeins nákvæmari, þ.e. það vantar möguleikana "borða ekki hrökkbrauð" og "borða ekki kotasælu", en það var einhver svo snöggur að svara á þessum tveimur mínútum sem liðu frá fyrstu birtingu könnunarinnar og þar til síðustjóri ætlaði að laga svarmöguleikana að það er ekki hægt að breyta þessu... Og þessi snöggi hefur meira að segja aldrei prófað hrökkbrauð með kotasælu! En sú ósvífni ;) En sem sagt, ef þið hvorki borðið hrökkbrauð né kotasælu, þið hakið þá bara í "hef aldrei prófað kotasælu ofan á hrökkbrauð" ;) Svarið vinsamlegast núna og haldið svo áfram að lesa á eftir...
Velkomin aftur :)
Fleiri fréttir:
# Baldvin er akkúrat í þessum orðum á leiðinni til mín, eða eins og hann orðaði sjálfur: "Deutschland, jawohl, bitte! :P Einversstadar milli Bremen og Osnabrüch á leid til Hamborgar og thadan til Köben...". Mínútu síðar sendi hann svo þetta: "[...]thú tarft líklega ad koma inn i lest ad ná i mig thvi ég verd sennilega löngu sofnadur og á eftir ad vakna i Noregi einhversstadar [...] ".
# Jólabruggið kemur á barina á morgun stundvíslega klukkan 20:59, ef ég man rétt. Þykir það mikil hátíð hér í landi, ætli maður reyni ekki að hrífast með síðar um kvöldið...
# Búið er að panta flugmiða heim, við Hildur gella ætlum að vera flottar á því og taka Saga business Class á þetta... Eða kannski ekki alveg, en við eigum allavega bókaða miða með Icelandair ;) Lúxus alveg hreint. Og ekki verra að hafa ferðafélaga báðar leiðir ;)
Ekki fleiri fréttir, verð að fara í búð, skella í vél (svona fyrst hún virkar) og laga til... Munið eftir könnuninni ástarpungarnir mínir!
Hilsen, Anna sem er upptekin
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Barararabamm
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli