sunnudagur, nóvember 11, 2007

Herregud

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég kíki hingað inn og sé að það er engin ný færsla! Humm, skil ekkert í þessu.
---

Það er byrjað að kólna allverulega í veðri hér í Mörkinni. Var á leiðinni heim af kvöldvakt núna í vikunni og ætlaði að vera aldeilis og ganga langleiðina heim, eða ca. 40 mínútur. Ég var ekki búin að ganga í nema fimm mínútur þegar hann skall á með slagviðri, sem sagt hagli/rigningu og roki. En ég lét það nú ekkert á mig fá og strunsaði heim í opnum sandölum og regnhlífarlaus (þó í snjóbuxunum hennar Elínar). Jájá, maður er alltaf á slankekúr!
---

Var rétt í þessu að lenda í einu pirrandi. Ég heyrði að dyrabjöllunni hér á bæ var hringt og ákvað að svara, því ég vissi að kallinn á efri hæðinni væri ekki heima. Ég stökk sem sagt út á tröppur íklædd náttbuxur og náttslopp með málningarrestir niður á bringu og bað til Guðs að þetta væri ekki sætur gaur. "Heppnin" var með mér í þetta skiptið, því þetta var ekki sætur gaur, heldur ljótur maður. Með söfnunarbauk. Ég skildi nú reyndar ekki fyrir hverju hann var að safna enda danskan hjá skarfinum ekki upp á tíu fiska en þetta var víst einhver landssöfnun. Ég afþakkað pent og ætlaði að loka á kallinn. Þá spurði hann glottandi hvað það byggju margir hérna í húsinu. "Uhh", sagði ég, "þú færð því miður enga peninga hér...". Þá benti hann á dyrabjöllurnar fimm sem eru utan á húsinu. Ég sagði að það kæmi honum barasta ekkert við af hverju það væru fimm dyrabjöllur á húsinu og hér fengi hann enga peninga og gerði mig líklega til þess að skella á nefið á honum. Þá bauð hann mér gíróseðil. Ég sagði nei og bless og skellti í lás. Kræst...
---

En já. Baldvin kom í heimsókn í byrjun mánaðarins :) Gerðum við okkur margt til dundurs á milli þess sem ég var í vinnunni, en við fórum m.a. á djammið, út að borða, í Kristjaníu, á Strikið og allskonar dundur. Nokkrar myndir:

Baldvin að blása upp vindsængina, því ég tímdi ekki að kaupa pumpu... hehe vúps!


En hann var nú ekki lengi að þessu drengurinn!


Hildur nokkuð spennt við búsborðið góða
Við Baldvin í góðum gír

Og svo þurfti að græja sig


Jæja krakkar, erum klár? Hikk!


Jább, allir klárir!

---

Og svo fór Baldvin :( og Hrafnhildur kom í heimsókn :) Var það rosa gaman. Við fórum m.a. á Strikið og hittum Hildi og Lindu og fórum við Hrafnhildur svo á djammeríið seinna um kvöldið... já, á fimmtudagskvöldi! Fórum á stað þar sem áfengið kostar tíkall á fimmtudögum og tókst okkur samt sem áður að eyða þónokkrum hundraðköllum á barnum... vúps... Og svo þurfti maður nottla að fara að pissa, svona eins og gengur og gerist. Það var þá sem ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að klósettpappírinn á staðnum var að verða búinn, og þar sem ég sá fram á nokkrar klósettferðir í viðbót ákváðum við Hrafnhildur að stela öllum klósettpappírnum sem var eftir! Svo Hrafnhildur var sett í það að rúlla af klósettrúllunni, og það var óvart aðeins meira eftir en við héldum, en við létum það ekki á okkur fá heldur tróðum bara pappírnum ofan í brjóstaskorur og í vasa og á aðra staði sem við skulum ekki nefna hér... Og svo var skundað á dansgólfið sem var nú reyndar alveg galtómt (enda fimmtudagur og sonna, og klukkan orðin ansi margt...) og þar létum við ekki okkar eftir liggja í dansinum og tókum þetta með stæl. Jájá, eróbikksporin voru klárlega að gera sig ;) Nokkrar myndir:

Við á Strikinu að máta hatta



Alltaf stuð á djamminu...

Hrafnhildi fannst þetta ekki leiðinlegt


Ég og ehh, Klaus?

---

Jæja, í gær fór ég svo með Hildi og Lindu á au-pair hitting. Farið var út að borða og svoleiðis, en þegar þýsku stelpurnar heimtuðu að fara á karíókíbar ákvað ég að láta mig hverfa á braut... Planið var svo að taka á því um kvöldið með hópnum, en ég var ennþá hálfsloj eftir fimmtudagsdjammið svo ég ákvað að slaufa öllu slíku og fara frekar bara að sofa. Verð líka aðeins að fara að hægja á mér, kræst. Nokkrar myndir:

Allir hættir að borða með fulla diska, því maturinn var nú ekkert spes. Mín fór þó ekki svöng heim, því ég fann þetta líka dýrindisbrauð sem ég hakkaði í mig ;)


Linda skvís
Hildur Eva og hin danska Marie

---

Þannig að þið sjáið að það er margt að gerast og margt í gangi hér í Köben. En nú verð ég að drífa mig, þarf að laga til, fara út að ganga, kaupa eitthvað í galtóma ísskápinn minn, sauma út og brasa margskonar. Já og þvo ca. fjórar þvottavélar.

---

Hilsen älsklingarnir mínir! Bestu kveðjur, Anna hin upptekna

Engin ummæli: