miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Skýrsla

Ákvað að stela þessum spurningalista af síðunni hennar Elínar og skella honum hingað. Er samt alveg að fara að sofa, þarf að vakna snemma til þess að mæta í brunch í fyrramálið og svo fara í klippingu og litun og svo í föndurbúð og svo kannski á kaffihús og svo heim að laga til og þvo þvott og sauma út. Og já, ég ætla að taka mér það bessaleyfi að snara þessum lista yfir á íslensku, en ég ábyrgist ekki að þýðingin verði perfekt...
---
1. Hvað er klukkan?
23:31
#
2. Hvað er fullt nafn þitt?
Anna Björk Haraldsdóttir
#
3. Hvað ertu hræddastur/hræddust við?
Í augnablikinu kóngulær... ég bankaði einmitt núna fyrr í kvöld uppá hjá manninum sem býr í herberginu við hliðina á mér til þess að fá hann til þess að stúta nokkrum skrímslum fyrir mig...
#
4. Fæðingarstaður?
Húsavík
#
5. Uppáhaldsmatur?
Ó svo margt! Maturinn hennar mömmu trónir nottla á toppnum (steiktar kjötfarsbollubollur í brúnni sósu og með kartöflustöppu, sleeef) og á eftir því kemur allskonar matur. Er ekki jafn matvönd og ég var hér á árum áður...
#
6. Hvernig er hárið á þér á litinn núna?
Ekki neitt sérstaklega fallegt sko... nánar tiltekið úr-sér-gengið-brúnt með músagrárri rót... En er að fara í litun á morgun og þá verður það dökkbrúnt :)
#
7. Hefurðu ferðast?
Já, en ekki neitt voðalega mikið. Er nefnilega ekki neitt rosalega mikill ferðalangur og leiðist almenningssamgöngur og svefnpokar... En ég ferðaðist nú eitthvað um Ísland með familíunni þegar ég var lítil. Svo bjó ég náttúrulega í Svíþjóð eitt sumar og ferðaðist eitthvað um vesturströndina. Og svo bjó ég í Hollandi. Og svo bý ég núna í Danmörku og hef ekkert ferðast um landið, nema bara árið 2003 í skólaferðalagi þegar Jótland var skoðað... Jú, og svo hef ég líka komið til Noregs, nánar tiltekið til Óslóar :) Og nú nenni ég ekki að ferðast meir, nema kannski pínu um Danmörku næsta sumar, en við sjáum bara til.
#
8. Krumparðu eða brýturðu klósettpappírinn saman?
Iss, nota bara vinstri höndina... DJÓK!!!
#
9. Hefurðu elskað einhvern svo mikið að þú hefur grátið?
Hvurslags eiginlega persónunjósnir eru þetta alltaf hreint.
#
10. Hefurðu lent í bílsslysi?
Látum okkur nú sjá, lenti árekstri þegar ég var svona 8 ára og svo klessti ég einu sinni á bensíndælu þegar ég var 16 ára í æfingarakstri...
#
11. BMW eða Mercedes Benz?
Má ég segja Toyota Corolla, árgerð 1985? ;) Oh ég sakna Láruss (Lárusar?) míns :(
#
12. Uppáhaldsdagur vikunnar?
Allir frídagarnir mínir og miðvikudagar því ég er alltaf í fríi á fimmtudögum, svo eftir vinnu á miðvikudögum er ég komin í svona auka helgarfrí :)
#
13. Uppáhaldsveitingastaðurinn?
Humm... Jensen's Böfhouse skorar hátt sko ;) Kjúklingaborgari, ohohoh! Já, það þarf lítið til þess að gleðja mig...
#
14. Uppáhaldsblóm?
Bara öll blóm sem maður fær frá öðrum :) Nema einhver pottablóm, ég drep þau bara :S
#
15. Uppáhaldsíþrótt að horfa á?
Handbolti og stangastökk og taekwondo
#
16. Uppáhaldsdrykkur?
Vatn, appelsínusafi og stundum mjólk.
#
17. Uppáhaldsís?
Æh, ég borða eiginlega ekki ís sko... Nema heima hjá Hildi Evu, ohohoh, ís með marssósu og vínberjum! Hvenær ætlarðu að bjóða mér í mat sæta ;)
#
18. Disney eða Warner Brothers?
Veit ekki, nema að ég horfi nottla á Disney Channels á hverjum degi, leiknu gelgjuþættirnir eru bara fyndnir ;)
#
19. Uppáhaldsskyndibitastaður?
Í augnablikinu er það Sunset Boulevard, Hildur og Linda, þið voruð vondar að koma mér upp á lagið með þann fjanda! Urrg.
#
20. Hvaða litur er á gólfteppinu í svefnherberginu þínu?
Æh, þetta er nú bara einhver ljótur brúnn dúkur sko...
#
21. Hversu oft féllstu í bílprófinu?
Aldrei baby! Gott að hafa svona prófdómara sem segja mannií svörin í skriflega og nenna ekki að tékka hvað maður kann í því verklega "því maður er náttúrulega úr sveit og sonna..." ;)
#
22. Frá hverjum fékkstu seinast e-mail?
Frá henni Venlu minni í Finnlandi :)
#
23. Hvað gerirðu oftast þegar þér leiðist?
Leiðist? Bíddu, gerist það einhvern tímann? Hugshugs, nei! Væri samt alveg til í að hafa stundum smá tíma til þess að láta mér leiðist sko :)
#
24. Háttatími?
Yfirleitt í kringum ellefu, nema núna því mér finnst svo gaman að svara spurningalistum :P
#
25. Hvað skiptir þig mestu máli?
Náttúrulega að fjölskyldan og vinirnir séu öll við góða heilsu og líði vel.
#
26. Uppáhaldssjónvarpsþáttur?
Gilmore Girls, Footballer's Wives, Lost og svo fullt af þáttum sem sýndir eru í Danmörku.
#
27. Fara á stefnumót með karlmanni eða konu?
Huh, KARLMANNI!! Sé nú ekkert vit í því að deita konur.
#
28. Hávaxin/n eða lágvaxin/n?
Alveg saman, bara að hann sé aðeins hærri en ég þegar ég er á hælum :)
#
29. Uppáhaldslitur?
Ó svo margir! Bleikur, vínrauður, grænn, blár, brúnn, hvítur, beige...
#
30. Hvað áttu mörg gæludýr?
Ég á einn Skúla á bakinu heima á Íslandi (hann er gullfiskur sem syndir á hvolfi greyið).
#
31. Aldur: Ertu eldri eða yngri en 29 ára?
Töluvert yngri sem betur fer ;)
#
32. Hvað ætlarðu að gera áður en þú deyrð?
Allt sem mig langar til þess að gera, veit ekki alveg hvað það er samt.
#
33. Hvert er stjörnumerkið þitt?
Ljón, *wrar*!
#

Nei uss, nú er klukkan 00:18, verð að drífa mig í háttinn...
Góða nótt lömbin mín! Bestu kveðjur, Anna hin danska

Engin ummæli: